fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Pressan

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Pressan
Sunnudaginn 28. desember 2025 16:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haustið 2018 höfðu nágrannar Brian Eggs fengið nóg. Enginn hafði séð Brian síðan um vorið og undarlegir menn virtust hafa komið sér fyrir á heimili hans. Þrátt fyrir að hafa ítrekað beðið lögreglu að kanna málið var það ekki fyrr en í ágúst sem örlög Brians urðu ljós. Enn hefur enginn verið ákærður vegna málsins, þrátt fyrir að málið ætti að vera nokkuð borðliggjandi.

Brian Egg var 65 ára samkynhneigður maður. Árið 2018 var hann búsettur í San Francisco og var vel liðinn af nágrönnum sínum enda hafði hann tekið að sér að sjá um gróðurinn í hverfinu, sást reglulega á vappi með hund sinn og hafði eins getið sér gott orð sem barþjónn á einum vinsælasta hommabar borgarinnar á árum áður. Brian bjó einn í stóru húsi. Honum var hlýtt til þeirra sem minna máttu síns, var sjálfboðaliði í athvörfum útigangsfólks og var þekktur fyrir að bjóða ungum heimilislausum mönnum skjól þegar þeir höfðu í engin hús að venda. Nágrannar tóku því eftir því þegar Brian hvarf vorið 2018 og lýstu áhyggjum sínum við lögreglu.

Það var þó ekki fyrr en fjölskylda Brians reyndi árangurslaust að ná sambandi við hann að hreyfing komst á málið. Lögregla lýsti þá eftir Brian, en gerði þó ekki húsleit á heimili hans. Það gerðist ekki fyrr en nágrannar höfðu hringt og lýst því yfir að eitthvað stórfurðulegt væri að gerast á heimili Brians.

Þar væru grunsamlegri menn í stórþrifum. Sápuvatn lak út af heimilinu og allt hverfið angaði af klórlykt. Nágrönnunum var svo öllum lokið þegar þeir sáu sendibifreið fyrir utan heimilið sem var merkt fyrirtæki sem er sérhæft í þrifum eftir ofbeldisfulla glæpi, eða með öðrum orðum – fagmenn í að þrífa upp blóð.

Þá loks fór lögreglan inn á heimilið og handtók þar tvo aðila sem áttu ekkert erindi þar. Þessir aðilar voru Lance Silva og Robert McCaffrey. Þeir höfðu um sumarið tæmt sparireikninga Brians og meðal annars keypt lúxusbifreið í hans nafni. Eins höfðu þeir pantað þrifin og borgað fyrir það með greiðslukorti Brians.

Þegar lögreglan kom inn á heimilið blasti strax við þeim að þar væru umfangsmikil þrif í gangi. Lyktin af hreinsiefninum náði þó ekki að yfirgnæfa megna lykt af líkamsleyfum. Það var þó ekki fyrr en degi síðar sem lögreglan fékk formlega húsleitarheimild og gat ráðist í umfangsmikla leit. Þá loksins fannst Brian inn í leyniherbergi undir stiga sem hafði verið falið með málverki.

Þar inni mátti finna risastórt fiskabúr sem hafði verið fyllt af sterkum efnum, meðal annars stífueyði. Þar var búkur Brians, aflimaður, afhöfðaður og vafinn inn í gólfmottu. Fótleggir hans fundust þar í stórum sokkum, en hendur hans og höfuð fundust aldrei.

Krufning reyndist erfið þar sem Brian hafði legið lengi í bleyti og mikið af holdinu lak af búknum þegar líkið var fjarlægt úr fiskabúrinu. Niðurstaðan var loks sú að hann hefði ekki látið lífið af náttúrulegum orsökum og líklegast þykir að hann hafi verið barinn til bana með barefli.

Samfélagið var slegið óhug og síðar reiði þegar Silva og McCaffrey var sleppt úr haldi. Enginn hefur verið ákærður í málinu sem er enn óleyst. Undanfarin ár hefur verið fjallað um morðið í hlaðvörpum og heimildaþáttum og lýsa nágrannar þar alltaf yfir vonbrigðum með rannsóknina og fara hörðum orðum um lögreglu. Svo virðist sem að Silva og McCaffrey hafi komist upp með morð.

„Þögnin hefur verið þrúgandi í þessu máli,“ sagði nágranni við fjölmiðla árið 2019. Fjölskylda Brians hefur eins gagnrýnt að hafa fengið allar upplýsingar um málið í gegnum fjölmiðla.

Fjölmiðlakonan Nancy Grace fjallaði um morðið árið 2023 og sagðist ekki botna í því hvers vegna mönnunum sem stálu peningum af Brian, gerðust hústökumenn á heimili hans og pöntuðu svo fagþrif á heimili þar sem aflimað lík Brians var falið, hafi verið sleppt án afleiðinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi