fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Pressan

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

Pressan
Laugardaginn 27. desember 2025 16:30

Zac Howells og móðir hans Nicola Crump. Mynd úr einkasafni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

12 ára drengur að nafni Zac Howells bjargaði lífi sínu og lífi móður sinnar í kjölfar þess að það leið undir móður hans er hún sat undir stýri á bíl sínum.

Atvikið gerðist síðastliðinn laugardag á þjóðvegi í Suður-Wales. Hin 37 ára gamla Nicola fann skyndilega til mikils slappleika og missti meðvitund í kjölfarið. Á meðan var hægri fótur hennar á bensíngjöfinni og jók hraðann, fór upp í yfir 96 km/klst.

„Það síðasta sem ég man var að vörubíll keyrði framhjá okkur. Síðan leið yfir mig áður en ég náði að setja bílinn í kyrrstöðustillingu,“ sagði Nicola við fréttaveituna Metro.

Það var þá sem Zac greip inn í. Honum tókst að ná tökum á stýrishjólinu og stýra bílnum út af veginum, inn á graslendi þar sem hægðist á honum. Drengnum tókst líka að hringja í neyðarlínuna.

Zac litli segir: „Ég var virkilega hræddur en ég vissi að ég varð að gera eitthvað.“ Honum tókst líka að ýta á stop-hnappinn og slökkva á vélinni.

Nicola var meðvitundarlaus í átta mínútur og þegar hún mundi eftir sér næst sá hún blá blikkandi ljós viðbragðsaðilanna.

Hún segir ótrúlegt hvað sonur hann var yfirvegaður við þessar aðstæður. Það væri með ólíkindum hvað hann hefði verið fljótur að hugsa.

Orsök þess að það leið yfir Nicolu var sú að hún var með of lágan blóðþrýsting. Hún þarf að gangast undir skoðanir hjá hjartalækni áður en hún getur sest undir stýri á ný.

Lögreglan í West Mercia í Wales hefur boðið Zac í heimsókn í höfuðstöðvar sínar þar sem honum verður veitt heiðursmerki fyrir hugrekkið sem hann sýndi.

Sjá nánar um málið hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr
Pressan
Fyrir 1 viku

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram