fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fókus

Rak starfsmann sem hafði þetta að segja um eiginmann hennar: Var hún að ljúga eða afhjúpa sannleikann?

Fókus
Fimmtudaginn 1. janúar 2026 21:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athugasemd starfsmanns situr eftir í konu sem óttast að eiginmaður hennar hafi verið henni ótrúr.

Konan leitar ráða til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

Hún og eiginmaðurinn eru á fimmtugsaldri, barnlaus og hafa verið gift í sautján ár. Þau reka keðju af sólbaðsstofum og gengur mjög vel.

„Við réðum nýlega inn nýjan starfskraft, konu á þrítugsaldri. Við vorum bæði viðstödd atvinnuviðtalið og mér fannst hún alls ekki fagmannlega klædd, hún var í stuttu pilsi, engum sokkabuxum og þröngum bol, en eiginmaður minn bauð henni starfið á staðnum. Hún byrjaði fyrir um mánuði síðan á einni af rólegri stöðinni.

Eiginmaður minn virtist taka þjálfun hennar mjög alvarlega, hann varði miklum tíma með henni og kom seint heim.“

Konan sér um fjármálahlið fyrirtækisins og tók eftir að tölurnar fyrir umrætt útibú voru ekki alveg að passa.

„Það var eins og það væri ekki búið að borga fyrir fullt af tímum. Ég talaði við hitt starfsfólkið sem sögðu að eiginmaður minn hafði leyft nýju stúlkunni að nota bekkina frítt. Þegar ég spurði hann út í það sagði hann að þetta skipti engu máli, hún hafi verið föl og hann hafi óttast að það myndi fæla burt viðskiptavini.

Ég fór á staðinn og þar sat hún við afgreiðsluborðið, rosalega sólbrún og skælbrosandi. Fjórir vinir hennar voru þarna að nota bekkina frítt og einn þeirra kom fram og bað mig um handklæði. Ég missti stjórn á skapi mínu og rak hana á staðnum. Á meðan hún var að rjúka út öskraði hún á mig og sagðist vera fegin að vera laus við „perra eiginmann“ minn og að starfið væri jafn leiðinlegt og kynferðisleg geta hans.

Eiginmaður minn segir að hún hafi verið að bulla til að hefna sín. Hann hefur stungið upp á að við förum í hjónabandsráðgjöf. Hitt starfsfólkið vill ekki tala um þetta. Ég veit ekki hverju ég á að trúa.“

Ráðgjafinn svarar:

„Viðbrögð hans lofa góðu, það gæti verið gott að fara í hjónabandsráðgjöf.

Það gæti verið að þessi starfsmaður sé að búa til vesen því hún missti vinnuna, en þú ættir samt að hafa augun opin fyrir svipaðri hegðun í framtíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er Guðjón Heiðar allur þar sem hann er séður?

Er Guðjón Heiðar allur þar sem hann er séður?
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Erfiðasta æfingin sem þú getur gert heima hjá þér

Erfiðasta æfingin sem þú getur gert heima hjá þér