fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
Fréttir

Söfnun fyrir Maríu og fjölskyldu hennar

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 21. desember 2025 23:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Einarsdóttir hefur hafið söfnun fyrir vinkonu sína, Maríu Ericsdóttur, sem missti 13 ára dóttur sína í bílslysi í Suður-Afríku síðastliðinn miðvikudag. Föðuramma dótturinnar lést einnig í slysinu og faðir dótturinnar liggur þungt haldinn á spítala. Voru þremenningarnir á leið til að hitta son Maríu og dvelja hjá honum yfir jólin.

María og Ingibjörg eru tvær af þremur mæðrum sem stigu fram í viðtölum fyrr á árinu, en allar sendu þær syni sína í meðferð í Suður-Afríku sökum úrræðaleysis hér heima. Þriðja móðirin er Jóhanna Eivinsdóttir.

Hér er færsla Ingibjargar í heild sinni, reikningsnúmer sem er á nafni Maríu er neðst í fréttinni:

„Eins og alþjóð veit gripum við, mæður drengja með fíknivanda, til þess örþrifaráðs að senda þá til Suður-Afríku í meðferð vegna úrræðaleysis á íslandi. Verkefni sem hefur kostað okkur bókstaflega allt.

Nú hefur María vinkona mín misst yngstu dóttur sína í bílslysi í Suður Afríku, en stúlkan fór út með föður sínum og ömmu að heimsækja bróður sinn og ætluðu þau að eyða jólunum með honum. Harmurinn er ólýsanlegur.

María fór til Suður-Afríku á föstudag með fjölskyldu sinni til að færa syninum þessar hræðilegu fréttir og sækja látna dóttur sína. Faðir drengsins liggur enn þungt haldinn á spítala og þarf líklega langa endurhæfingu lifi hann af. Amma drengsins lést einnig í slysinu og hana þarf líka að flytja heim.

Til að standa straum af kostnaði og til að létta vinkonu minni lífið á þessum erfiðu tímum viljum við sem stöndum henni næst efna til söfnunar í hennar nafni.

Það síðasta sem hún þarf á að halda núna er að hafa fjárhagsáhyggjur, bæði vegna kostnaðar við áframhaldandi meðferð fyrir drenginn og kostnaðar sem fellur á hana vegna þessa óbærilega harmleiks.

Ég vil biðla til allra sem geta að leggja hönd á plóg, hvort sem það er stórt eða smátt.

Samtakamáttur skilar miklu og margt smátt gerir eitt stórt.

Reikningsnúmerið hennar Maríu er:

Kennitala 241178-4049

Reikningur 2200-26-095108 

Vinsamlegast deilið sem víðast. Með von um góðar viðtökur.

Með sorg í hjarta.

Ástarkveðjur, Ingibjörg Einarsdóttir“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Óttasleginn“ Rob Reiner með játningu um son sinn í jólaboði Conan O’Brien

„Óttasleginn“ Rob Reiner með játningu um son sinn í jólaboði Conan O’Brien
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verða götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og Gamlársdag

Svona verða götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og Gamlársdag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotið var á Höllu í fjögur ár í æsku – „Sem ung stúlka vildi ég hefnd. Ég er enginn engill“

Brotið var á Höllu í fjögur ár í æsku – „Sem ung stúlka vildi ég hefnd. Ég er enginn engill“