fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Danir hætta að bera út bréf og selja póstkassana sína

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 21. desember 2025 20:30

Hægt er að kaupa póstkassa á litlar 40 þúsund krónur. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska póstþjónustan, PostNord, mun bera út sitt síðasta bréf þann 30. desember næstkomandi. Rafvæðing bréfa hefur valdið því að það svarar ekki kostnaði að bera út bréfpóst lengur.

Um 1500 póstkassar verða teknir niður og um 1500 starfsmönnum PostNord sagt upp vegna breytinganna. Í stað bréfpósts verður öll áhersla félagsins lögð í flutning pakka. Líkt og annars staðar hefur netverslun aukist mikið í Danmörku á undanförnum árum.

Eru þetta mikil tímamót því að bréf hafa verið borin út í um 400 ár í Danaveldi. Fólk getur keypt sér hluta af þessari sögu en póstkassarnir hafa verið settir á sölu og kosta um 2000 danskar krónur hver, eða tæplega 40 þúsund íslenskar krónur. 1000 kassar seldust upp í desember en fleiri verða settir á sölu í janúar.

PostNord segir að ónotuð frímerki verði endurgreidd í einhvern tíma. Enn þá verður hægt að senda bréf með þjónustu einkafyrirtækisins Dao.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Óttasleginn“ Rob Reiner með játningu um son sinn í jólaboði Conan O’Brien

„Óttasleginn“ Rob Reiner með játningu um son sinn í jólaboði Conan O’Brien
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verða götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og Gamlársdag

Svona verða götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og Gamlársdag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotið var á Höllu í fjögur ár í æsku – „Sem ung stúlka vildi ég hefnd. Ég er enginn engill“

Brotið var á Höllu í fjögur ár í æsku – „Sem ung stúlka vildi ég hefnd. Ég er enginn engill“