fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Hegðun Trump gæti ýtt Íslandi yfir línuna í átt til ESB aðildar

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 21. desember 2025 15:30

Er Trump að ýta Íslandi inn í ESB? Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í danska blaðinu Politiken er því velt upp hvort að hegðun Donald Trump gæti ýtt Íslandi yfir línuna í átt til ESB aðildar. Trump hafi gert Bandaríkin að bæði ófyrirsjáanlegu og óáreiðanlegu bandalagsríki á sviði varnarmála og efnahagsmála.

Í grein sem Claus Blok Thomsen, fréttaritari, skrifar í Politiken á fimmtudag er því velt upp hvort að hegðun Donald Trump geti breytt áratugalangri andstöðu Íslendinga við fulla aðild að Evrópusambandinu.

Eins og flestir vita hefur ríkisstjórnin boðað atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið á þessu kjörtímabili. Skoðanakannanir sýna að fleiri eru fylgjandi þeim en andvígir.

En hvers vegna er það? Thomsen nefnir hegðun Donald Trump Bandaríkjaforseta í þessu samhengi. Hegðun hans hafi sett allt vestrænt samstarf á hálan ís, bæði varnarsamstarf og viðskiptasambönd.

Á slíkum tímum, þegar stórveldi takast á, verði hagsmunir lítilla ríkja undir. Því telji Íslendingar mikilvægt að finna sér trausta bandamenn. Áhugi Trump á að verja Evrópu sé bersýnilega lítill og að Ísland hafi orðið fyrir barðinu á tollastefnu hans líkt og aðrir.

„Á sama tíma finnur Ísland fyrir afleiðingum þess að vera utan ESB því landið er lokað frá viðskiptum við ESB á nokkrum sviðum,“ segir Thomsen. Þetta sé byrjað að skaða efnahagslega hagsmuni Íslands og valda deilum við ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“
Fréttir
Í gær

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld
Fréttir
Í gær

„Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar“

„Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar“
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku og einn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi

Tveir Íslendingar létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku og einn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar í alvarlegu slysi í Suður-Afríku

Íslendingar í alvarlegu slysi í Suður-Afríku