

Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, sem einnig fer nú með málefni mennta- og barnamálaráðuneytisins, er farinn í tímabundið leyfi vegna feðraorlofs.
Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun leysa Eyjólf af á meðan leyfinu stendur og fara með málefni innviðaráðuneytis og mennta- og barnamálaráðuneytis.
Eyjólfur mun hins vegar gera hlé á feðraorlofi sínu upp úr miðjum janúar til að mæla fyrir nýrri samgönguáætlun.