fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. desember 2025 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Robert Lewandowski gæti verið á förum frá Barcelona í sumar og er sagður opinn fyrir því að ganga til liðs við MLS-liðið Chicago Fire á frjálsri sölu.

Samningur Pólverjans rennur út í lok tímabilsins og samkvæmt BBC hafa viðræður milli aðila verið jákvæðar.

Lewandowski, sem er 37 ára, hefur einnig verið orðaður við Inter Miami og mögulegt samstarf við Lionel Messi, en Chicago Fire virðist nú vera fremst í kapphlaupinu. Félagið er til í að greiða honum ansi vegleg laun.

Lewandowski gekk til liðs við Barcelona frá Bayern Munchen árið 2022 og hefur unnið La Liga, spænska bikarinn og ofurbikarinn auk þess að verða markakóngur deildarinnar tímabilið 2022–23.

Á þessu tímabili hefur hlutverk hans verið minna undir stjórn Hansi Flick og meiðsli hafa einnig sett strik í reikninginn, þó hann hafi samt skorað átta mörk í öllum keppnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hafði ekki gerst í meira en tvö ár áður en kom að leiknum á Old Trafford á mánudag

Hafði ekki gerst í meira en tvö ár áður en kom að leiknum á Old Trafford á mánudag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guardiola útilokar sölu

Guardiola útilokar sölu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Neville tók eftir þessari breytingu á stuðningsmönnum United í gær

Neville tók eftir þessari breytingu á stuðningsmönnum United í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fékk 21 árs dóm fyrir voðaverkin – Var allsgáður er hann framdi verknaðinn

Fékk 21 árs dóm fyrir voðaverkin – Var allsgáður er hann framdi verknaðinn
433Sport
Í gær

Tíu félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Mainoo í janúar

Tíu félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Mainoo í janúar
433Sport
Í gær

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum