fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. desember 2025 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes hefur greint frá því að hann vilji leika á Spáni eða á Ítalíu ef hann yfirgefur Manchester United og sendi um leið enn ein skilaboðin til yfirstjórnar félagsins.

Fyrirliði United vakti mikla athygli á dögunum þegar hann fullyrti í viðtali við portúgalska miðilinn Canal 11 að félagið hefði viljað selja hann til Sádi-Arabíu síðasta sumar. Fernandes sagðist hafa orðið sár yfir því að forráðamenn United hefðu verið tilbúnir að láta hann fara, en sakaði þá jafnframt um að skorta hugrekki til að ganga alla leið.

Í seinni hluta viðtalsins, sem Canal 11 birti síðar, nefndi Fernandes Spán og Ítalíu sem mögulega áfangastaði ef hann yfirgefur Old Trafford. Hann lagði þó áherslu á að hann vilji vera áfram hjá United svo lengi sem félagið vilji hafa hann.

„Mig langar að upplifa spænsku deildina og berjast um stóra titla á Ítalíu. Ég á sterk tengsl við Ítalíu, dóttir mín fæddist þar,“ sagði Fernandes.

Hann viðurkenndi einnig að hafa hugleitt endurkomu til Portúgals. „Að snúa aftur þangað sem maður var einu sinni hamingjusamur getur spillt þeirri mynd sem maður skildi eftir,“ sagði hann og bætti við að Sporting væri hans fyrsta val af virðingu og væntumþykju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mikil ánægja með Hólmbert sem skrifar undir nýjan samning

Mikil ánægja með Hólmbert sem skrifar undir nýjan samning
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift
433Sport
Í gær

Fékk 21 árs dóm fyrir voðaverkin – Var allsgáður er hann framdi verknaðinn

Fékk 21 árs dóm fyrir voðaverkin – Var allsgáður er hann framdi verknaðinn
433Sport
Í gær

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni