

Samkvæmt Alberti Ingasyni í Dr. Football hefur Jónatan Ingi Jónsson kantmaður Vals óskað eftir því að fara frá félaginu og Víkingur vill fá hnn.
Jónatan var á dögunum orðaður við KR en samkvæmt heimildum 433.is hefur Jónatan ekki áhuga á að fara þangað, hann hefur hins vegar mikinn áhuga á því að fara í Víking.
„Ég heyri að Jónatan hafi beðið um fund með stjórn Vals og hafi óskað eftir því að fá að fara, player power,“ sagði Albert Brynjar í Dr. Football.
Jónatan hefur verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar síðustu ár en hann er klókur kantmaður.
„Hann er 26 ára gamall, ég myndi setja 30 milljónir plús á hann. Ég sé hann ekki fara fyrir undir 25 milljónir. Hann er ósáttur með stefnu klúbbsins, hann vill bara vinna. Nú er staðan hjá Val allt önnur,“ sagði Albert en Valsmenn eru í þeim fasa að yngja upp lið sitt og ætla að horfa til framtíðar.