fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Grænland geymir mestu ráðgátu Norðurlandasögunnar

Fókus
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í næstum 500 ár bjuggu norrænir menn á Grænlandi, afkomendur Eiríks rauða og mæltir á íslensku. Einhvern tímann á 15. öld hurfu þeir skyndilega, og enginn veit hvað af þeim varð. Allar götur síðan hefur hvarf þeirra verið einhver mesta ráðgáta Norðurlanda. Og er jafnframt umfjöllunarefni nýrrar bókar Vals Gunnarssonar, sem heitir einfaldlega Grænland og fólkið sem hvarf.

Sumarið 2024 dvaldi Valur á hreindýrabúi á Grænlandi og ferðaðist um þar sem enn standa byggingar norrænna manna, sumar mun stærri en nokkuð sem Íslendingar bjuggu til á sama tíma, og reyndi að leysa gátuna. Tilgáturnar um það hvað af fólkinu varð eru margar. Lengi var talið líklegast að þau hafi lent í útistöðum við Inúíta eða jafnvel enska sjóræningja. Í seinni tíð hafa fræðimenn lagt meiri áherslu á loftslagsbreytingar, þótt ekki sé hægt að útiloka hitt með öllu. Vitað er að það varð kaldara á þessum tíma og það kann að vera að fólk hafi einfaldlega frosið í hel. Eða fór það eitthvað annað þegar veður versnaði? Kenningar hafa verið settar fram um að það hafi komið sér fyrir á Íslandi, í Kanada eða jafnvel farið til suðlægra slóða, svo sem Asoreyja eða Kanaríeyja.

Því miður eru litlar líkur á að frændur okkar hafi tanað á Tene á meðan svarti dauði gekk yfir Ísland og Grænland fraus. En í bókinni rekur Valur helstu kenningar um hvað varð af fólkinu, og bætir jafnvel nokkrum við sjálfur.

Hvarfið er ekki síst merkilegt fyrir þær sakir að samfélagið hafði þrátt fyrir allt staðið í hálft árþúsund, álíka lengi og Evrópubúar og afkomendur þeirra hafa búið í Ameríkunum í dag. Hvernig lognast heil siðmenning út af, og hefðu menn getað gert eitthvað til að koma í veg fyrir slíkt? Spurningar sem þessar bjóða ekki aðeins upp á svar við sögulegum ráðgátum, heldur gætu einnig átt brýnt erindi við okkar eigin óvissutíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota