fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Trump brjálaður og deilir ákalli um að pólitískir andstæðingar hans verði hengdir

Pressan
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 17:07

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti er bálreiður eftir að kjörnir fulltrúar demókrata, sem jafnframt eru uppgjafahermenn, beindu því til hersins að hermönnum beri skylda til að virða að vettugi ólöglegar fyrirskipanir. Trump segir þá hafa hvatt með beinum hætti til uppreisnar sem sé glæpur sem varði við dauðarefsingu.

Forsetinn hefur farið mikinn undanfarnar klukkustundir á samfélagsmiðli sínum TruthSocial:

„UPPREISNARHVETJANDI HEGÐUN, sem varðar við DAUÐAREFSINGU.“

Hann segist ekki ætla að umbera þessa hegðun. Þetta séu föðurlandssvikarar sem eigi heima í fangelsi. Forsetinn hefur einnig deilt færslum frá öðrum um málið. Þar segir einn:

„HENGJA ÞÁ, GEORGE WASHINGTON MYNDI GERA ÞAГ

„UPPREISN, LANDRÁГ

Trump segir að handtaka ætti alla demókratana enda ekki hægt að líða svona hegðun. Það þurfi að gera fordæmi úr þessum aðilum.

Sex þingmenn demókrata eiga hlut að málinu, Elissa Slotkin, Mark Kelly, Jason Cros, Maggie Goodlander, Chris Deluzio og Chrissy Houlahan. Þau birtu í dag sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau segja að stjórnarskrá Bandaríkjanna sé í hættu og að árásin komi innan frá. Forsetinn sé nú að setja hermenn í óþægilega stöðu, enda sé hollusta hersins við stjórnarskrána en ekki við þjóðhöfðingjann. Eins standi hermenn nú frammi fyrir því að vera sendir í aðgerðir gegn sínum eigin samlöndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið
Pressan
Fyrir 1 viku

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum