
Á mánudag voru fimm manns handteknir í tengslum við hvarf hans, þrjár konur og tveir karlar, og sagði lögregla við sama tilefni að hún hefði ástæðu til að ætla að Ali væri ekki lengur á lífi og hefði mögulega verið myrtur.
Það var hins vegar í gær sem þessi sami Ismail Ali gekk inn á lögreglustöð í Bradford, að því er virðist við góða heilsu. Fjölskylda hans hefur verið upplýst en í frétt Daily Mail kemur fram að Ismail sé í umsjá lögreglu þar sem hann fær vernd.
„Rannsakendur sem hafa verið að rannsaka dularfullt hvarf Bradford-íbúans Ismails Ali árið 2020 geta staðfest að hann mætti á lögreglustöð í gær og lýsti sig heilan á húfi. Lögreglumenn vinna nú að því að átta sig á aðdraganda hvarfsins,” segir talsmaður lögreglu.
Málið þykir hið dularfyllsta en í aðgerðum lögreglu á mánudag, þar sem fimm voru handteknir, var lagt hald á töluvert magn af reiðufé.