fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm

Fókus
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 13:30

Katrín prinsessa af Wales. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín prinsessa af Wales braut konunglegar siðareglur í gærkvöldi en ástæðan er bæði mjög hjartnæm og sorgleg.

Katrín og Vilhjálmur prins mættu á Royal Variety sýninguna í gær, en þetta var í fyrsta sinn síðan 2023 að þau mættu saman.

Katrín greindist með krabbamein snemma árs 2024 og tilkynnti það í mars sama ár. Í janúar 2025 greindi hún frá því að hún væri á batavegi.

Söngkonan Jessie J var stödd á viðburðinum, en hún hefur sjálf verið að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð. Hún greindist með brjóstakrabbamein á byrjunarstigi í sumar og fór í aðgerð í kjölfarið.

Myndir/Getty Images

Samkvæmt Daily Mail sagði Jessie J prinsessunni frá eigin baráttu og sagðist vilja faðma hana, sem prinsessan samþykkti. Þær deildu fallegu faðmlagi, sem er venjulega brot á konunglegum siðareglum en hefur prinsessan ákveðið að líta framhjá því fyrir þetta tilefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Baldur til nýliðanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?