fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Tjáir sig um orðróminn um að O.J. Simpson sé faðir hennar

Fókus
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 10:30

Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian sló á létta strengi varðandi orðróminn um að NFL-stjarnan O.J. Simpson sé faðir hennar.

Faðir Khloé var lögfræðingurinn Robert Kardashian. Hann lést árið 2003. Hann var einn af lögfræðingum O.J. Simpson í hinu fræga dómsmáli þar sem Simpson var ákærður fyrir morðin á Nicole Brown Simpson og Ron Goldman. Hann var sýknaður en sakleysi hans hefur verið mjög umdeilt í gegnum árin. Simpson lést í fyrra.

Keypti biblíuna frægu

Í mörg ár hefur verið hávær orðrómur um að Robert Kardashian sé ekki faðir Khloé og þess vegna sé hún ólík systrum sínum, Kim og Kourtney.

Í fyrra greindi Kim frá því að hún væri nafnlausi kaupandinn sem keypti biblíuna sem Robert Kardashian gaf O.J. Simpson af dánarbúi þess síðarnefnda á tíu milljónir. Þær ræddu þetta í nýjasta þætti af The Kardashian.

„Þvílíkir fávitar að hafa ekki bara gefið okkur hana,“ sagði Khloé og var þá að tala um að Kim bauð upphaflega tæplega tvær milljónir fyrir biblíuna en því var neitað.

„Það er sannað að hann er pabbi okkar,“ sagði hún.

„Það er samt spurning hvor þeirra,“ grínaðist þá Kim.

„Báðir eru pabbar mínir, gefið mér hana,“ sagði þá Khloé hlæjandi.

Þykir vænt um gjöfina

Robert Kardashian gaf O.J. biblíuna og skrifaði sjálfur dagsetninguna, þann 18. júní árið 1994, sex dögum eftir morðin. Kim gaf síðan Khloé bókina í afmælisgjöf.

„Ég á ekki margt frá pabba mínum. Þegar pabbi dó þá gerðust ýmsir hlutir og við fengum ekki mikið af dótinu hans. Bara að sjá nafnið hans og skriftina hans skiptir mig miklu máli,“ sagði Khloé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?