

Marco Asensio, fyrrum leikmaður Real Madrid og Paris Saint-Germian, opinberaði nýja kærustu á dögunum, áhrifavaldinn Lavinia Leon.
Hinn 29 ára gamli Asensio deildi myndum á samfélagsmiðlum þar sem fór vel á með parinu á Santiago Bernabeu, heimavelli Real Madrid. Þar horfðu þau á Washington Commanders gegn Miami Dolphins í NFL-deildinni.

Fyrr í sumar birtu spænskir fjölmiðlar myndir af parinu þar sem þau nutu lífsins á sjávarferð á snekkju. Þar sást þau slaka á í sólbaði áður en þau stukku saman í sjóinn.
Asensio, sem lék á láni með Aston Villa á síðustu leiktíð, samdi í sumar við Fenerbahce. Hann hefur byrjað vel í Tyrklandi og skorað fjögur mörk í fyrstu átta deildarleikjunum.