
Antony hefði getað farið til Bayern Munchen frá Manchester United í sumar en fór heldur til Real Betis.
Brasilíumaðurinn átti afar erfitt uppdráttar á Old Trafford eftir að hafa verið keyptur frá Ajax á meira en 80 milljónir punda sumarið 2022.
Seinni hluta síðustu leiktíðar var hann hins vegar á láni hjá Betis og sló í gegn. Félagið keypti hann undir lok gluggans í sumar, en Bayern reyndi á lokaandartökunu.
„Bayern reyndi að fá mig á síðasta sólarhring félagaskiptagluggans,“ opinberar Antony, sem líður þó afar vel hjá Betis.
„Kompany (stjóri Bayern) heyrði í mér persónulega og sagðist hafa verið aðdáandi minn lengi. En ég hafði gefið Betis loforð, Betis veitir mér mikla hamingju.“