
Juventus er komið í kapphlaupið við evrópsk stórlið um Rodrigo Mendoza hjá Elche, eftir því sem fram kemur í ítölskum miðlum.
Mendoza er aðeins tvítugur en hefur hann heillað með Elche í La Liga undanfarið. Hann kom upp í gegnum unglingastarf félagsins.
Manchester City og Real Madrid eru þó einnig með Mendoza á blaði og er hann því orðinn ansi eftirsóttur.
Juventus ku hafa viljað kaupa hinn bráðefnilega liðsfélaga Hákonar Arnar Haraldssonar hjá Lille, Ayyoub Bouaddi, en hann reyndist of dýr.