

Marc Cucurella kann að tefla á tæpasta vað innan vallar og utan hans líka. Spænski varnarmaðurinn, sem hefur þegar fengið fjögur gul spjöld á tímabilinu, virðist nú hafa lagt sig í hættu á að pirra lífsförunaut sinn með óvæntri færslu á samfélagsmiðlum.
Cucurella gekk til liðs við Chelsea frá Brighton sumarið 2022 fyrir 62 milljónir punda og hefur verið mikilvægur bæði fyrir Lundúnaliðið og spænska landsliðið, sem hefur tryggt sér sæti á HM 2026.
En nú gæti kærastan Claudia Rodríguez átt nóg með að halda ró sinni eftir skilaboð varnarmannsins á Instagram á afmælisdegi þeirra.

Hann skrifaði: „Los ocho años más largos de mi vida“, eða „Lengstu átta ár lífs míns“ í lauslegri þýðingu og bætti við hláturemoji, sem margir túlkuðu sem húmor á kostnað sambandsins.
Cucurella og Claudia eiga þrjú börn saman: Mateo, Rio og Claudia. Eldri sonur þeirra, Mateo, greindist með einhverfu skömmu eftir að fjölskyldan flutti til London í kjölfar stóru félagaskiptanna.
Parið talaði opinskátt um tilfinningalegt álag og áskoranir fjölskyldunnar í Married to the Game á Amazon Prime, þar sem þau lýstu bæði erfiðleikum og samhentni í gegnum breytingar síðustu ára.
Chelsea-menn vona nú að læti utan vallar komi ekki niður á formi varnarmannsins þegar tímabilið heldur áfram.