fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Svanberg tekur við Tindastóli og á að koma liðinu aftur upp

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. nóvember 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks kvenna sem Svanberg Óskarsson.

Svanberg hefur síðastliðin ár þjálfað utan landssteina. Hann hefur þjálfað hjá Fortuna Hjörring í Danmörku og núna síðast starfaði hann hjá KÍ Klaksvík í Færeyjum.

Svanberg segir. „Það er mikill heiður að fá að koma norður og taka við Tindastóli. Hér er öflugt og samheldið samfélag, og ég hlakka mikið til að leggja mitt af mörkum við að efla það góða starf og þann kúltúr sem þegar er til staðar.
Ég er virkilega spenntur fyrir því að vinna með fólkinu í kringum félagið og hjálpa liðinu að taka næstu skref.“

Eftir krefjandi tímabil í deild þeirra Bestu, þar sem liðið féll niður um deild, er ljóst að framundan er mikilvægt uppbyggingarstarf. „Markmið Tindastóls er skýrt – Það er að snúa aftur í deild þeirra Bestu og byggja upp sterkt og samkeppnishæft lið til framtíðar,“ segir á vef félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Segir flugöryggi ógnað

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ætla að áfrýja rauða spjaldi Ronaldo og vonast til að hann spili fyrsta leik á HM

Ætla að áfrýja rauða spjaldi Ronaldo og vonast til að hann spili fyrsta leik á HM
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Milos rekinn úr starfi

Milos rekinn úr starfi