

Landsleikjahléið hefur ekki gert ensku úrvalsdeildarfélögunum neina greiða og Manchester United hafa fundið það á eigin skinni síðustu daga.
Lið Ruben Amorim hefur þurft að takast á við afleiðingar meiðsla Benjamin Sesko, sem fékk hnémeiðsli í leik gegn Tottenham rétt fyrir landsleikjahlé. Slóveníski framherjinn missti þar með af landsleikjum og er fjarvera hans mikið áfall fyrir sóknarlínu United.
Þrátt fyrir ákveðna spennu við slóvenska knattspyrnusambandið í byrjun hafa United fengið lof fyrir hvernig þeir hafa haldið utan um málið.
Á sama tíma greina enskir miðlar frá því að Amorim horfi aftur til síns gamla félags, Sporting CP, í leit að ungum leikmanni sem gæti fyllt mikilvægt skarð í hópnum.
United eru sagt fylgjast grannt með Salvador Blopa, 18 ára leikmanni Sporting, sem hefur vakið mikla athygli í Lissabon. Samkvæmt Mirror gæti Amorim, ári eftir að hann yfirgaf Estadio José Alvalade, nú sótt efnilega leikmanninn til sín.
Blopa er talinn geta orðið langtímalausn United í hægri vængbakvarðar stöðu sem liðið hefur átt í erfiðleikum með að fylla. Amad Diallo og Noussair Mazraoui hafa skipt með sér leikjunum án þess að festa sig í sessi.
Daily Mail greinir frá því að Real Madrid gæti einnig reynt við Blopa, en tengsl Amorim við Sporting gætu reynst United dýrmæt. Blopa lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Sporting í síðasta mánuði og skoraði tvö mörk í 5-1 sigri í Taca da Liga gegn Alverca.