fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. nóvember 2025 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsleikjahléið hefur ekki gert ensku úrvalsdeildarfélögunum neina greiða og Manchester United hafa fundið það á eigin skinni síðustu daga.

Lið Ruben Amorim hefur þurft að takast á við afleiðingar meiðsla Benjamin Sesko, sem fékk hnémeiðsli í leik gegn Tottenham rétt fyrir landsleikjahlé. Slóveníski framherjinn missti þar með af landsleikjum og er fjarvera hans mikið áfall fyrir sóknarlínu United.

Þrátt fyrir ákveðna spennu við slóvenska knattspyrnusambandið í byrjun hafa United fengið lof fyrir hvernig þeir hafa haldið utan um málið.

Á sama tíma greina enskir miðlar frá því að Amorim horfi aftur til síns gamla félags, Sporting CP, í leit að ungum leikmanni sem gæti fyllt mikilvægt skarð í hópnum.

United eru sagt fylgjast grannt með Salvador Blopa, 18 ára leikmanni Sporting, sem hefur vakið mikla athygli í Lissabon. Samkvæmt Mirror gæti Amorim, ári eftir að hann yfirgaf Estadio José Alvalade, nú sótt efnilega leikmanninn til sín.

Blopa er talinn geta orðið langtímalausn United í hægri vængbakvarðar  stöðu sem liðið hefur átt í erfiðleikum með að fylla. Amad Diallo og Noussair Mazraoui hafa skipt með sér leikjunum án þess að festa sig í sessi.

Daily Mail greinir frá því að Real Madrid gæti einnig reynt við Blopa, en tengsl Amorim við Sporting gætu reynst United dýrmæt. Blopa lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Sporting í síðasta mánuði og skoraði tvö mörk í 5-1 sigri í Taca da Liga gegn Alverca.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United hafnaði þessu tilboði Chelsea í sumar – Töldu áhættuna of mikla vegna meiðsla

United hafnaði þessu tilboði Chelsea í sumar – Töldu áhættuna of mikla vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Heimir verður án tveggja leikmanna í undanúrslitum vegna leikbanna

Heimir verður án tveggja leikmanna í undanúrslitum vegna leikbanna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Semenyo á góðum afslætti í janúar – Stóru félögin á Englandi fylgjast með gangi mála

Semenyo á góðum afslætti í janúar – Stóru félögin á Englandi fylgjast með gangi mála
433Sport
Í gær

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“
433Sport
Í gær

Ætla að áfrýja rauða spjaldi Ronaldo og vonast til að hann spili fyrsta leik á HM

Ætla að áfrýja rauða spjaldi Ronaldo og vonast til að hann spili fyrsta leik á HM