

Arnar Gunnlaugsson hefur valið byrjunarlið sitt fyrir leikinn mikilvæga gegn Úkraínu í undankeppni HM sem hefst klukkan 17:00.
Jafntefli dugar íslenska liðinu til að tryggja sér miða í umspil um laust sæti á mótinu.
Jóhann Berg Guðmundsson og Kristian Nökkvi Hlynsson fara á bekkinn en Jón Dagur Þorsteinsson og Brynjólfur Willumsson koma inn í þeirra stað.
Einnig kemur Hörður Björgvin Magnússon inn í vörnina fyrir Daníel Léo Grétarsson. Þrjár áhugaverðar breytingar á milli leikja frá Arnari Gunnlaugssyni.
Byrjunarlið Íslands:
Elías Rafn Ólafsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Sverrir Ingi Ingason
Hörður Björgvin Magnússon
Mikael Egill Ellertsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Ísak Begmann Jóhannesson
Hákon Arnar Haraldsson
Albert Guðmundsson
Andri Lucas Guðjohnsen
Brynjólfur Willumsson