fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. nóvember 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsþjálfari Portúgals, Roberto Martínez, virðist hafa kennt Heimi Hallgrímssyni og Daru O’Shea um rauða spjaldið sem Cristiano Ronaldo fékk í leiknum gegn Írlandi á fimmtudagskvöldið.

Ronaldo var rekinn af velli eftir VAR-athugun þegar hann sló O’Shea í andlitið í teignum. Þetta var í þriðja skiptið í undankeppni HM á Aviva-leikvanginum sem andstæðingar Írlands klára leikinn manni færri, en bæði Ungverjaland og Armenía hafa áður fengið rauð spjöld þar.

Eftir leikinn tók Martínez upp hanskann fyrir fyrirliðann sinn og benti á ummæli Heimis fyrir leik, þegar hann sagði Ronaldo hafa „mikil áhrif á dómara“ í fyrri viðureign liðanna í Lissabon.

Martínez gagnrýndi einnig O’Shea og sagði: „Rauða spjaldið kom eftir atvik sem mér finnst harðneskjulegt. Þetta er fyrirliði sem hefur aldrei fengið rauða spjaldið í 226 landsleikjum. Hann var pirraður, hafði verið togað og ýtt í hann í 58 mínútur. Þetta leit verr út en það var, þetta var hreyfing á líkamanum, ekki olnbogi,“ sagði Martinez.

Þjálfarinn bætti við. „Það sem veldur mér vonbrigðum er að þjálfari Íra talaði um áhrif á dómara fyrir leik, og svo fellur stór miðvörður dramatískt í teignum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson beðinn afsökunar á forsíðum miðla í Írlandi – „Heimir, þú átt þetta skilið. Ég biðst afsökunar“

Heimir Hallgrímsson beðinn afsökunar á forsíðum miðla í Írlandi – „Heimir, þú átt þetta skilið. Ég biðst afsökunar“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hættir á samfélagsmiðlum – Hefur verið dæmdur eftir færslur þar sem hann líkti fólki við barnaníðinga

Hættir á samfélagsmiðlum – Hefur verið dæmdur eftir færslur þar sem hann líkti fólki við barnaníðinga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar varar menn við eftir leik – „Hefði verið dauðadómur“

Arnar varar menn við eftir leik – „Hefði verið dauðadómur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Bend it like Berg!“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Bend it like Berg!“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel
433Sport
Í gær

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount