fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 14:25

Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sat sinn síðasta bæjarráðsfund í dag. Á fundinum lagði hún fram tillögu að stækkun Bæjarbíós, sem hún segist hafa gengið með í maganum í 3-4 ár.

Telur Rósa að hún hafi setið 400 fundi í bæjarráði og hann hafi verið langur og góður.

„Við þetta tilefni lagði ég fram tillögðu að viðbyggingu fyrir aftan Bæjarbíó sem nýtast myndi sem lítið, huggulegt viðburðahús fyrir íbúa og gesti. Það sem ég er einna stoltust af eftir störfin í bæjarstjórn er einmitt hve Hafnarfjörður hefur komist ,,rækilega á kortið“ undanfarin ár sem líflegur bær þar sem blómleg menning og fjölbreytt afþreying er fyrir hendi og dregur fólk í miðbæinn okkar fallega. Það hefur verið keppikefli að auka möguleika til að njóta í miðbænum og styrkja hann í því skyni, fyrir íbúa og gesti Hafnarfjarðar.“

Bendir Rósa á að viðtökurnar hafi verið verið góðar og veitinga- og verslunarrekstur samhliða eflst til muna. Fólk streymir í bæinn og nýtur góðs af og ekki síst hefur viðburðahald í Bæjarbíói, Jólabærinn sem hefur verið styrktur markvisst ár frá ári, og bæjarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar haft mikið aðdráttarafl, viðburðir sem draga tugþúsundir að í nokkrar vikur í senn.

„Fyrir mér hefur líka verið mjög mikilvægt að snyrta og fegra bæinn, öll smáatriði skipta máli í þeim efnum. Hjörtun sem við settum upp fyrir sex árum og skreytum eftir árstíðum, eru eitt dæmi um slíkt og ber vott um að hjarta bæjarins slái í gamla, einstaka miðbænum okkar og hlýleikann sem lögð hefur verið áhersla á.“

Segir Rósa Sjálfstæðismenn vilja halda áfram á sömu braut.

,,Undirrituð leggur til að farið verði í hönnunarvinnu og greiningu á möguleikum þess að reisa tengibyggingu aftan við Mathiesenhús, Strandgötu 4/Bæjarbíó. Markmiðið væri að nýta svæðið betur í því skyni að auðga mannlíf í miðbænum og fjölga möguleikum til afþreyingar og viðburðahalds í Hafnarfirði.

Um amk. 200 fm viðbyggingu gæti verið að ræða sem nýttist fyrir tónleika, fundi, sýningar og aðra minni viðburði þar sem allt að 130 manns gætu notið hverju sinni. Húsið yrði létt glerbygging, með litlu sviði og fyllt gróðri til að skapa hlýlega og bjarta stemningu. Á sumrin myndast gott skjól á svæðinu og liggur það vel við sól. Leitað yrði leiða við fjármögnun framkvæmdarinnar, og mögulegs samstarfs og aðkomu einkaaðila, sem og við rekstur starfseminnar.“

Í færslu Rósu á Facebook birtir hún með mynd sem sýnir grófa tillögu að því hvernig viðbyggingin gæti litið út á umræddum stað, unnin með aðstoð gervigreindar. Segir hún spennandi möguleika fyrir hönnuði að útfæra hugmyndina á frjóan og fallegan máta.

,,Þannig myndi húsið fegra umhverfi miðbæjarins ásamt því að verða aðdráttarafl fyrir íbúa og gesti bæjarins og auðga um leið mannlífið. Lagt er til að tillögunni verði vísað til seinni umræðu fjárhagsáætlunar 2026 og að útfærsla og undirbúningur hefjist á komandi ári.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna