fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

433
Laugardaginn 8. nóvember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, og Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni.

Mikið hefur gengið á bak við tjöldin í íslenskum fótbolta undanfarið, sér í lagi hjá stóru liðunum. Í þættinum var það rætt að Helgi Hrannar Jónsson væri hættur sem formaður meistaraflokksráðs karla hjá Stjörnunni. Var hann ósammála stefnunni á bak við tjöldin, þar sem sjálboðaliðum var til að mynda skipt út.

„Vinur minn sem fylgist ekkert mikið með fótbolta talaði um það við mig hvað væri mikil dramatík í íslenskum fótbolta. Þá fór ég að pæla, Víkingur er með allt á hreinu og Kári Árnason svarar bara fyrir allt, öll hin félögin í efri hlutanum, Valsmenn, Stjarnan, Breiðablik, sem virðist vera alveg klofið, dramatíkin í kringum kvennalið Fram og svo FH og viðskilnaðinn við Heimi,“ benti Elvar á.

„Það vantar ekki dramatíkina og það er ólgan á bak við tjöldin hjá nánast öllum liðum á Íslandi,“ sagði hann enn fremur.

Þátturinn í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Í gær

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi
433Sport
Í gær

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham