

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, og Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni.
Það var að sjálfsögðu rætt um landsliðshópinn sem Arnar Gunnlaugsson opinberaði á dögunum. Þar var Jóhann Berg Guðmundsson snúinn aftur eftir að hafa óvænt verið sniðgenginn í hópnum í síðasta mánuði.
„Það læddist að manni sá grunur að hann væri dottinn út úr myndinni, fyrst hann var ekki valinn síðast og fékk ekki símtal. Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri. Hann kemur með þetta glens um að hann ætli að verða atvinnumaður í golfi. Öllu gríni fylgir smá alvara,“ sagði Elvar.
„Þegar Sævar Atli fer í meiðsli á þessum hræðilega tíma hugsaði maður hvort það gæti verið leiðin fyrir Jóa aftur inn, sem varð raunin,“ sagði hann enn fremur.
Þátturinn í heild er í spilaranum.