fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Guðmundur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða móður á sjötugsaldri

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. nóvember 2025 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Mogensen, 41 árs gamall maður af íslenskum ættum, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð fyrir að myrða konu á sjötugsaldri. Guðmundur myrti konuna til að hefna fyrir morð sem sonur hennar var sakaður um árið 2021. Sonurinn, sem er með tengsl við undirheima Svíþjóðar, var sýknaður fyrir dómi. Expressen og mbl.is greina frá.

Guðmundur er hálfíslenskur en fæddur í Svíþjóð. Hann var áður áberandi í djammlífinu og tónlistarsenunni í Stokkhólmi og bregður meðal annars fyrir í einu tónlistarmyndbandi Avicii. Hann lýsti iðrun fyrir dómi og sagðist átta sig á því að glæpur hans væri ófyrirgefanlegur.

„Ég hef myrt manneskju, móður. Það er ófyrirgefanlegt. Það er óafsakanlegt.“

Guðmundur þekkti ekki fórnarlamb sitt heldur var hann fenginn til verksins af einhverjum ónefndum aðila sem tengist glæpasamtökum í Svíþjóð. Fyrir vikið átti Guðmundur að fá um fjórar milljónir og eitthvað af fíkniefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi