fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 7. nóvember 2025 09:11

Sylvía Kristín Ólafsdóttir, forstjóri Nova.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Nova klúbbsins hf. hefur tekið ákvörðun um að veita tilteknum stjórnendum samstæðunnar kauprétti að samtals 63.969.746 hlutum í félaginu, eða sem samsvarar 1,8% af útgefnu hlutafé í félaginu. Kaupréttarsamningar vegna hinna úthlutuðu hluta voru undirritaðir í gær en skilmálar þeirra eru í samræmi við samþykkt aðalfundar Nova klúbbsins, þann 27. mars sl. Heildarfjöldi hluta sem heimilt er að veita kauprétti vegna á grundvelli áætlunarinnar er 110.500.000, og markmiðið með áætluninni er að tengja hagsmuni rétthafa við afkomu og langtímamarkmið félagsins og hluthafa þess. Kemur þetta fram í tilkynningu.

Áætlaður heildarkostnaður (gjaldfærsla) vegna kaupréttarsamninganna sem undirritaðir voru í gær, byggt á Black-Scholes formúlunni, nemur um 55 m.kr.

Þá hefur stjórn samþykkt að bjóða öllum fastráðnum starfsmönnum samstæðunnar kauprétti á grundvelli kaupréttaráætlunar sem byggir á 10. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Kaupréttaráætlun fyrir alla starfsmenn var samþykkt af aðalfundi félagsins þann 27. mars sl. og hlaut staðfestingu Skattsins þann 16. október sl. Samkvæmt kaupréttarsamningum, sem gerðir verða við starfsmenn á grunni áætlunarinnar, öðlast hver kaupréttarhafi rétt til að kaupa hluti í Nova klúbbnum fyrir að hámarki 500.000 krónur, einu sinni á ári í þrjú ár eða samtals fyrir allt að 1.500.000 krónur hver. Um fyrstu úthlutanir kauprétta er að ræða af hálfu Nova klúbbsins.

Skapar enn meiri samstöðu milli starfsfólks og hluthafa

,,Við vitum að besta liðið sækir besta fólkið og það heldur áfram að ná árangri þegar öll hafa sama markmið og sömu sýn á framtíðina. Með nýju kaupréttakerfi, sem nær til alls starfsfólks, ýtum við undir að öll í Nova liðinu fái tækifæri til að taka þátt í vextinum og verðmætunum sem við sköpum saman. Þetta skapar enn meiri samstöðu milli starfsfólks og hluthafa, við vinnum öll að sama markmiði: að gera Nova að besta liðinu með ánægðustu viðskiptavinina,“ segir Sylvía Kristín Ólafsdóttir, forstjóri Nova.

Meginefni kaupréttarsamninga félagsins við stjórnendur er eftirfarandi:

  • Veittur er kaupréttur á hlutabréfum á grunnverðinu kr. 4,69 fyrir hvern hlut, sem er vegið meðalverð í viðskiptum með hluti í félaginu síðustu tíu heilu viðskiptadaga á aðalmarkaði Nasdaq Iceland fyrir úthlutun kaupréttanna. Verðið  leiðréttist (til lækkunar) fyrir framtíðararðgreiðslum og samsvarandi úthlutun til hluthafa og leiðréttist (til hækkunar) með árlegum vöxtum sem nema 3% ofan á áhættulausa vexti frá útgáfudegi og fram að fyrsta mögulega nýtingardegi fyrir hvert nýtingartímabil.
  • Kaupréttarhafi ávinnur sér 1/3 hluta kaupréttarins í hvert sinn þegar 12, 24 og 36 mánuðir eru liðnir frá úthlutun.
  • Nýtingartímabil kaupréttar hefst þegar ávinnslutíma kaupréttarsamnings er lokið, þ.e. þremur árum eftir gerð kaupréttarsamnings, og miðast við 10 viðskiptadaga eftir birtingu hvers af næstu fjórum ársfjórðungsuppgjörum félagsins eftir að kaupréttir eru nýtanlegir.
  • Kaupréttarhöfum ber að halda til starfsloka tilteknu hlutfalli af kaupréttarhlutum, eða sem nemur 25% innleysts hagnaðar kaupréttarhafa, ef um hagnað verður að ræða, að frádregnum öllum sköttum og öðrum skyldugreiðslum.
  • Almennt falla kaupréttir niður ef ráðningarsambandi kaupréttarhafa við félagið er slitið fyrir lok ávinnslutíma.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð