fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Og svo það sé upphátt: Ef það þarf svo að gera meira, þá verður gert meira,“ skrifar framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar í grein þar sem hann gagnrýnir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórnina. Þórður Snær Júlíusson segir engan bera meiri ábyrgð á stöðunni á íslenskum húsnæðismarkaði en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn sem stundi það nú grimmt að stilla litla manninum upp sem skildi fyrir breiðu bökin á Íslandi.

Glórulausar örvunaraðgerðir

Meðal annars hafi Sjálfstæðisflokkur og Framsókn lagt niður félagslega íbúðakerfið um aldamótin, en sú tilraun hafi mislukkast stórkostlega og haft skelfilegar afleiðingar. Eins slepptu þeir að fjárfesta í innviðum þrátt fyrir mikla fjölgun íbúa og ferðamanna.

„Þessir flokkar eyddu þess í stað síðasta rúma áratug við stjórnvölinn í að stórauka eftirspurn eftir húsnæði með alls kyns glórulausum efnahagslegum örvunaraðgerðum sem leitt hefur af sér að húsnæðisverð hefur ekki hækkað meira í neinu landi OECD á tímabilinu.“

Dregið var úr húsnæðisstuðningi til þeirra sem á þurftu í skiptum fyrir stuðning til þeirra sem þurftu ekkert á slíku að halda.

„Þar hagaði þessi hópur pólitískra frændsystkina sér mjög í samræmi við vörumerkið, enda fela pólitískar áherslur hans að uppistöðu í sér innleiðingu á alls kyns ófjármögnuðum skattaglufum sem skilja meira eftir hjá þeim sem eiga mikið, en draga úr velferð allra hinna. “

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er að bregðast við stöðunni. Íbúðir eiga ekki lengur að vera braskvörur og stuðningur á að renna til þeirra sem þurfa hann. Þórður segir þessar áherslur birtast skýrt í fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar. Nú verður skattaglufum fjármagnseigenda og fjárfesta lokað enda eiga íbúðir að vera heimili en ekki fjárfestingavara.

Þórður bendir eins á að þetta sé fyrsta skref ríkisstjórnarinnar. Þau verða fleiri. Og það þarf meira til að bæta ástandið, þá verður meira gert.

Kostuleg viðbrögð stjórnarandstöðunnar

Þórður segir að í ljósi þessa sé kostulegt að verða vitni að viðbrögðum stjórnarandstöðunnar. Nú þykist stjórnarandstöðuliðar vera að verja einhverja „fórnarlambastrámenn“ til að fela það hverra hagsmuna er í raun verið að gæta.

Lokun skattglufna fjármagnseigenda sé teiknuð upp sem aðför að smiðum, pípurum og hárgreiðslufólki. Þetta þrátt fyrir að það liggi fyrir að 70 prósent allra fjármagnstekna renni til ríkustu 10 prósent landsmanna.

Afnám samnýtingar skattþrepa er teiknað sem aðför að barnafjölskyldum þegar raunin sé sú að þessi skattglufa nýtist helst þeim sem hafa hæstu tekjurnar og eiga mest.

Breytingar á fjármagnstekjuskatti séu teiknaðar sem aðför að bankainnistæðum eldra fólks frekar en að ríkasta 0,1 prósent landsmanna.

„Sirka 276 fjölskyldum, sem áttu 391 milljarð króna í eigið fé um síðustu áramót.“

Loks nefnir Þórður hækkun veiðigjalda sem voru teiknuð sem aðför að landsbyggðinni. Jafnvel kílómetragjaldið, sem þó var á borðinu hjá fyrri ríkisstjórn, sé kallað aðför að smæstu byggðum landsins.

Helsta fórnarlamb húsnæðispakkans séu efstu tekjuhóparnir sem þegar hafa nýtt skattfrjálsan séreignasparnað í rúmlega áratug og þar með fengið milljóna meðgjöf frá ríkinu. Þeir fá ekki að nýta þessa leið lengur heldur verður hún réttur fyrstu kaupenda og efnaminni.

„Þannig vinna nefnilega jafnaðarmenn. Þeir tryggja rétt fyrir alla, ekki forréttindi fyrir suma. Ólíkt þeim flokkum sem sitja í stjórnarandstöðu sem stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Þetta var svona eins og Jesúbarnið“

„Þetta var svona eins og Jesúbarnið“
Fréttir
Í gær

Óhugnanleg líkamsárás við Kringluna í dag – Árásaraðilinn á grunnskólaaldri

Óhugnanleg líkamsárás við Kringluna í dag – Árásaraðilinn á grunnskólaaldri
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi
Fréttir
Í gær

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Í gær

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun