fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

433
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 11:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

El Hadji Diouf, fyrrum framherji Liverpool, gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm í heimalandi sínu Senegal eftir ásakanir um að hafa ekki greitt meðlag til fyrrverandi eiginkonu sinnar.

Diouf, sem er 44 ára, mætti ekki fyrir dóm í Dakar á þriðjudag. Eftir skilnað hans við Valerie Bishop árið 2023 var hann dæmdur til að greiða henni því sem nemur um 111 þúsund krónum á mánuði í meðlag fyrir dóttur þeirra, Keylu, auk skólagjalda og lækniskostnaðar.

Samkvæmt Bishop hefur hann ekki greitt síðan í mars í fyrra og skuldar nú yfir 2,3 milljónir.

Lögmaður hennar sagði að Diouf hefði næg fjárráð til að greiða en neiti einfaldlega að gera það. Samkvæmt lögum í Senegal getur vanefnd á slíkum greiðslum leitt til fangelsisdóms.

Diouf á að mæta aftur fyrir héraðsdóm í Dakar 5. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér