fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. nóvember 2025 08:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem var handtekinn á laugardagskvöld eftir að ellefu voru stungnir í járnbrautarlest á leið frá Doncaster til Lundúna á sér sögu um geðræn veikindi.

Þetta herma heimildir Daily Mail en maðurinn sem um ræðir er 32 ára breskur ríkisborgari. Ekki er talið að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða og segir heimildarmaður Daily Mail að maðurinn hafi verið „þekktur“ hjá yfirvöldum á svæðinu.

Í fyrstu var talið að tveir menn hefðu verið að verki en lögregla telur að hinn 32 ára árásarmaður hafi verið einn að verki.

Maðurinn lét til skarar skríða fljótlega eftir að hann steig inn í lestina á laugardagskvöld. Mikil ringulreið skapaðist á vettvangi þegar fólk reyndi að forða sér undan manninum.

Dayna Arnold, 48 ára, segir við Daily Mail að hún hafi farið um borð í lestina ásamt manni sínum, Andy Gray, skömmu áður en atvikið átti sér stað.

Hún telur sig vera heppna að vera á lífi þar sem hún datt þegar hnífamaðurinn hljóp á eftir henni. Hún segir að maðurinn hafi staðið yfir henni og hún grátbeðið hann um að þyrma lífi sínu.

„Svipurinn á andliti hans breyttist og hann hélt áfram. Hann sagði við mig: „Djöfullinn mun ekki sigra.“

Lestarstjórinn beindi lestinni að næstu stoppistöð þar sem lögreglumenn biðu gráir fyrir járnum. Maðurinn var yfirbugaður með rafbyssu og er hann nú í haldi lögreglu.

Karl Bretakonungur sagði í yfirlýsingu eftir atvikið að honum væri brugðið vegna málsins. Bætti hann við að hugur hans væri hjá þeim sem lentu í þessu skelfilega atviki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál ungmenna á Suðurnesjum – Dreifðu myndbandi af nauðgun gegn ólögráða stúlku á Snapchat

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál ungmenna á Suðurnesjum – Dreifðu myndbandi af nauðgun gegn ólögráða stúlku á Snapchat
Fréttir
Í gær

Vitni lýsir blóðbaðinu í lestinni – „Þeir eru með hníf, ég var stunginn“

Vitni lýsir blóðbaðinu í lestinni – „Þeir eru með hníf, ég var stunginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti