fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Gisti í fangaklefa eftir að hann týndi öllu – Kona slasaðist í kareókí

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. nóvember 2025 07:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir gærkvöldið og nóttina, en alls er 61 mál skráð í kerfum lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Á lögreglustöð 1 var óskað eftir aðstoð lögreglu við að stilla til friða á milli farþega og leigubílstjóra, en þeir voru ekki sammála um gjald fyrir ferð sem var farin. Tail átaka kom á milli manna að sögn lögreglu en frekari upplýsingar koma ekki fram.

Þá var peningalausum erlendum einstaklingi komið til aðstoðar en að sögn lögreglu var hann búinn að týna eigum sínum. Hann fékk að gista í fangaklefa þar sem hann átti ekki í nein hús að venda.

Lögregla handtók einnig par í hverfi 104 vegna líkamsárásar, eignaspjalla og vörslu fíkniefna. Parið var vistað í fangaklefa. Svo var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna söngkonu sem var að syngja í kareókí og hafði fallið fram af sviðinu á skemmtistað í hverfi 101. Ekki koma fram upplýsingar um meiðsli konunnar.

Loks var einstaklingur sem var til vandræða á bráðamóttökunni handtekinn, en hann hafði einnig verið til vandræða annars staðar í borginni fyrr um nóttina. Hann var því vistaður í fangaklefa þar sem lögreglu þótti fullreynt að hafa hann úti á meðal almennings í því ástandi sem hann var.

Á lögreglustöð 2 voru höfð afskipti af tveimur einstaklingum sem áttu eitthvað óuppgert við húsráðanda í hverfi 210. Á lögreglustöð 3 var svo par handtekið í hverfi 111 og vistað í fangaklefa fyrir hin ýmsu brot, svo sem eignaspjöll, vopnalagabrot, sölu og dreifingu og fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Handteknir fyrir að selja fjölda ólögráða ungmenna fölsuð skilríki

Handteknir fyrir að selja fjölda ólögráða ungmenna fölsuð skilríki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni