fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Salah skrifaði sig í sögubækur Liverpool í gær

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 2. nóvember 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah skrifaði nýjan kafla í sögu Liverpool á laugardagskvöldið þegar hann skoraði sitt 250. mark fyrir félagið í 2-0 sigri á Aston Villa á Anfield.

Markið kom eftir klaufaleg mistök hjá Emiliano Martinez, sem reyndi að spila út frá marki en sendi boltann beint á Salah.

Egyptinn tók við boltanum og kláraði með hægri fæti sínum til að tryggja forystu fyrir heimamenn.

Þetta var fimmta mark Salah á tímabilinu og annað í röð eftir að hann skoraði einnig gegn Brentford í síðustu viku.

Salah, sem kom til Liverpool frá Roma árið 2017 fyrir 39 milljónir punda, er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu félagsins til að ná 250 mörkum, á eftir goðsögnunum Ian Rush og Roger Hunt.

Fyrsta mark hans fyrir Liverpool kom í 3-3 jafntefli gegn Watford í ágúst 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hættur í fótbolta 27 ára og tekur algjöra U-beygju í lífinu

Hættur í fótbolta 27 ára og tekur algjöra U-beygju í lífinu