fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. nóvember 2025 08:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ölvaður ökumaður var stöðvaður af lögreglu í Garðabæ í gærkvöld en tvö börn voru í bílnum með honum. Var barnavernd kölluð til vegna málsins.

Frá þessu greinir í dagbók lögreglu.

Alls voru 85 mál skráð hjá lögreglu frá kl. 17 í gær til 05 í morgun. Gistu 12 fangageymslur lögreglu í morgun.

Meðal annars voru þrír menn handteknir vegna slagsmála í miðborginni, var einn vistaður í fangaklefa en skýrsla tekin af hinum tveimur og þeim síðan sleppt.

Maður var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna eignaspjalla og fyrir að segja ekki til nafns að kröfu lögreglu.

Nokkuð óvænt kom í ljós þegar ökumaður var stöðvaður í hverfi 109 vegna þess að hann var ekki með kveikt ökuljós. Reyndist hann ekki vera með ökuréttindi og til að bæta gráu ofan á svart var hann eftirlýstur. Var maðurinn því handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro