fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Fóru yfir fjaðrafokið í Úlfarsárdal – „Get alveg skilið að það er enginn sem hefur gaman að því að heyra það“

433
Sunnudaginn 2. nóvember 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson fór með Helga Fannari Sigurðssyni yfir fréttir vikunnar í Íþróttavikunni hér á 433.is.

Fram hefur verið í umræðunni undanfarna daga eftir að þjálfari kvennaliðsins Óskar Smári Haraldsson og meistaraflokksráð kvenna hættu vegna meints metnaðarleysis.

„Mér skilst að það hafi verið eitthvað tap á rekstri og eins og á venjulegum vinnumarkaði þarf að stoppa í götin. En ég get alveg skilið að það er enginn þjálfari sem hefur gaman að því að heyra það að hann eigi að mæta til leiks á næsta ári með jafnvel slakari leikmannahóp,“ sagði Hörður.

Það er aldrei á ábyrgð þjálfarans að það sé tap á rekstrinum heldur þeirra sem stjórna, sem þarna hefur væntanlega verið meistaraflokksráð kvenna,“ bætti hann við.

Fram hefur eftir brotthvarf ofangreindra aðila sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að metnaðurinn kvenna megin verði áfram mikill, en liðið hélt sér í efstu deild sem nýliði á leiktíðinni.

Óskar Smári er síðan tekinn við Stjörnunni.

Þátturinn í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Breiðablik selur Birtu til Ítalíu – Kærasti hennar spilar með sama félagi

Breiðablik selur Birtu til Ítalíu – Kærasti hennar spilar með sama félagi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Landar stærra starfi hjá Chelsea

Landar stærra starfi hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu ótrúlega uppákomu á Englandi í gær – Virtist klár í slagsmál við stuðningsmenn

Sjáðu ótrúlega uppákomu á Englandi í gær – Virtist klár í slagsmál við stuðningsmenn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Andrea Rut skrifar undir í Belgíu

Andrea Rut skrifar undir í Belgíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stýrir United á sunnudag – „Það er einfaldlega ekki nógu gott“

Stýrir United á sunnudag – „Það er einfaldlega ekki nógu gott“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

City greiðir örlítið minna fyrir Semenyo en talið var – Gæti hlaðist á upphæðina seinna meir

City greiðir örlítið minna fyrir Semenyo en talið var – Gæti hlaðist á upphæðina seinna meir