fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fréttir

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. október 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almannatengillinn og borgarfulltrúinn Friðjón R. Friðjónsson segir svartsýni og hræðsluáróður þingmannsins Snorra Mássonar vera óviðkunnanlega. Grein sem þingmaðurinn hafi nýlega birt um yfirvofandi hrun vestrænnar siðmenningar sé ákall um afturhvarf til fátækari tíma Íslandssögunnar. Borgarfulltrúinn svarar grein Snorra í Viðskiptablaðinu og gagnrýnir orðræðu þingmannsins og segir að í grein hans skíni í gegn hvað þingmaðurinn hefur neikvæða og stjórnlynda sýn á samfélagið og vantrú á einstaklingnum.

Snorri skrifaði í grein sinni að hrun vestrænnar siðmenningar vofi yfir. Það sé verið að fórna íslenskri menningu í nafni hagvaxtar með stöðugu flæði innflytjenda og lágri fæðingartíðni innfæddra. Íslendingar hafi aldrei verið ríkar en á sama tíma aldrei ólífvænlegri. Snorri horfir aftur til loka 19. aldar, þegar menn eins og fyrsti ráðherra Íslands, Hannes Hafstein, lifðu. Þá hafi verið mikill fjöldaflótti frá Íslandi og góð ráð dýr. Þá voru ekki fengnir hingað innflytjendur, enda kynslóð Hannesar ekki tilbúin að fórna hverju sem er fyrir hagvöxt „og heimsendan bragðaref“. Þess í stað hafi tekist að koma náttúrulegri fólksfjölgun á réttan kjöl og um miðja 20. öld hafi fæðingartíðni farið yfir fjögur börn á konu.

Friðjón segir að Snorri horfi fram hjá því að fjöldaflóttinn var vegna fátæktar. Þar voru Íslendingar að gerast innflytjendur í öðru landi í von um betra líf. Mikil fátækt var á Íslandi og lífskjör bág. Við lok 19. aldar, árið 1882, dóu 44 prósent allra barna sem fæddust það ár innan við eins árs aldur. Meðalaldur Íslendinga árið 1900 var 44 ár.

„Þetta er ekki merki um prýðilegt þjóðfélag,“ skrifar Friðjón og bendir á að sjálfstæðisbaráttan hafi snúist um meira en bara íslenskuna og menningu. Hún snerist um sjálfsákvörðunarréttinn, réttinn til að auka hagvöxt og tryggja komandi kynslóðum betri lífskjör. Menn eins og Snorri óttist þó frelsið og vilja hlekkja þjóðina í hugarfari fyrri alda, og það þrátt fyrir að lífskjör séu í dag mun betri en þau voru á þeim tímum. Barnadauði er í dag einn sá lægsti í sögunni, meðalaldurinn kominn yfir 80 ár og fer líklega hækkandi. Ísland sé á flestum mælikvörðum lífsgæða í fremstu röð í heiminum.

Menning skipti vissulega máli, en menning aðlagist og þróast með tíð og tíma. Þetta hafi íslensk menning sýnt í gegnum árin. Hún þoldi breytingar á borð við Bítlatímann, siðaskiptin, dönsk yfirráð, þéttbýlismyndun og hnattvæðingu.

„Svartsýni Snorra og hræðsluáróður í garð fólks sem fæddist í öðru landi er óviðkunnanleg. Ég skil að sumum mislíki þegar fólk frá gerólíkum menningarheimum kemur og vill ekki tileinka sér þau gildi sem samfélag okkar er byggt á; ég skil reiði þeirra. En grein Snorra snýst ekki um það. Hún beinir spjótum sínum að innflytjendum almennt, ekki aðeins þeim örfáu sem neita að laga sig að íslenskum gildum. Hún er ákall um að við eigum að sætta okkur við verri lífkjör, að börnin okkar fái færri tækifæri en önnur börn í kringum okkur. Hún er ákall til þess að við fækkum tækifærum til mennta því við megum ekki fá fólk til að sinna störfum sem við höfum menntað börnin okkar frá.

Grein Snorra er ákall um afturhvarf til fátækari tíma. Nútíminn hefur sýnt okkur að opið, frjálst og fjölbreytt samfélag er sterkara, friðvænlegra og betra. Þar sem frjáls viðskipti blómstra, vinnandi fólki er frjálst að flytja milli landa og hugmyndir, fjármagn og tækifæri þekkja engin landamæri. Það er sú framtíð sem við eigum að velja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Í gær

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Soffía svarar Valtý: Þykir sérstakt að vinkona eiginkonu Geirfinns hafi aldrei hitt hann

Soffía svarar Valtý: Þykir sérstakt að vinkona eiginkonu Geirfinns hafi aldrei hitt hann