fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Fékk sér húðflúr á klósettinu á Laufeyjar tónleikum og endaði á spítala – „Þetta er hryllilega sárt“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 30. október 2025 11:30

Xiu fékk ljóta sýkingu. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur maður fékk sér húðflúr á miðjum tónleikum íslensku söngkonunnar Laufeyjar fyrir skemmstu. Það endaði hins vegar með því að hann þurfti að fara á spítala.

Maðurinn, sem heitir Xiu, og kallar sig Xiu Shogaze greindi frá hremmingum sínum í færslum á samfélagsmiðlunum X og Instagram. Hafa nærri 30 milljónir manns fylgst með þessu.

„Ætti ég að hafa áhyggjur? Þetta er hryllilega sárt,“ sagði Xiu í einni færslunni nú í október.

Xiu fór á tónleika með Laufey nú í mánuðinum á ótilgreindum stað, en hún er nú á tónleikaferðalagi um Norður Ameríku. Hann ákvað að fá sér húðflúr á miðjum tónleikunum.

„Ég fékk mér flúrið á klósettinu á Laufeyjar tónleikum,“ segir Xiu aðspurður um hvar hann hafi látið gera þetta.

Xiu fékk sér hins vegar ekki Laufeyjar tattú heldur flúr innblásið af annarri söngkonu, Charli XCX, það er með orðinu „Brat“ sem hún gerði að sínu.

Ljót ígerð

Fljótlega kom hins vegar ígerð í flúrið og breiddist sýkingin hratt út og versnaði mikið. Eins og sést á myndum sem Xiu birti varð allur framhandleggurinn eldrauður, hann flagnaði mikið og ljótar blöðruður mynduðust alveg fram á lófa og fingur.

Síðar byrjaði handleggurinn að bólgna upp og þá ákvað Xiu að fara á spítala til að láta athuga þetta. Eins og sést á einni myndinni sem hann birti var settur eins konar hólkur yfir allan framhandlegginn og höndina.

Xiu er ágætlega stór áhrifavaldur á samfélagsmiðlum og er með um 70 þúsund fylgjendur. Höfðu margir þeirra áhyggjur af heilsu hans eftir þessa eldraun.

„Þessi maður er gangandi lífefnavopn út af þessu brat tattúi,“ sagði einn fylgjendanna í athugasemdum við færslu Xiu.

Mikill lærdómur

Að lokum varð húðflúrið, sem er mosagrænt á litinn, upphleypt og býst Xiu við því að fá varanlegan skaða af.

„Það er allt í lagi með mig samt, þetta er búið að vera mikill lærdómur,“ sagði hann. „Kannski reyni ég aftur eftir eitt ár eða svo.“

Ofnæmi eða óhreinindi

Eins og segir í frétt The Tab um málið þá myndast sýkingar í húðflúri einkum vegna ofnæmis eða vegna þess að það var flúrað á á óhreinum stað. Verður að teljast að seinni skýringin sé líklegri í þessu tilfelli.

Auk áðurnefndra tilfella getur byrjað að grafa í húðflúrinu og viðkomandi getur fengið hita. Sýkingar af þessum toga geta leitt til dauða, einkum ef viðkomandi er með viðkvæmt ónæmiskerfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Svíþjóð brást of seint við skipulagðri glæpastarfsemi – Ísland hefur enn tíma

Svíþjóð brást of seint við skipulagðri glæpastarfsemi – Ísland hefur enn tíma
Fréttir
Í gær

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 6 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar