fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fréttir

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 29. október 2025 18:20

Atvikið átti sér stað um 16 leytið í Spönginni. Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ótrúleg uppákoma átti sér stað í Grafarvoginum í dag þegar hjólreiðamaður og bílstjóri lentu saman. Myndband náðist af atvikinu þegar þvingaði hjólreiðamanninn út í skafl og hjólreiðamaðurinn braut hliðarspegil bílsins.

Atvikið átti sér stað nálægt Spönginni í Grafarvogi um klukkan 16:00 í dag að sögn Péturs Jóhannessonar, sem náði því á myndband og birti á samfélagsmiðlum.

Eins og sést í myndbandinu keyrir ökumaður lítils jeppa utan í hjólreiðamann á hægri hönd og þvingar hann út í skafl.

Hjólreiðamaðurinn bregst hinn versti við þessu og byrjar að berja á bílnum farþegamegin. Sést að hann nær að brjóta baksýnisspegilinn þannig að hann er næstum dottinn af.

hjol og bill
play-sharp-fill

hjol og bill

Eftir það reynir hjólreiðamaðurinn að ná hjólinu sínu en það er pikkfast á milli jeppans og skaflsins. Hann togar og togar en ekkert gengur. Sést líka hvernig hjólreiðamaðurinn reynir að slá til ökumannsins inn í bílinn.

Að kemur kona og á í einhverjum orðaskiptum við bæði hjólreiðamanninn og ökumanninn.

Að lokum tekst hjólreiðamanninum að kraka hjólið sitt upp og koma því yfir á gangstéttina. Fer hann hratt í burtu í kjölfarið.

Lýkur myndbandinu þar en að sögn Péturs þá var það síðasta sem hann sá var að ökumaðurinn elti hjólreiðamanninn inn að Spönginni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Reykvíkingar svara háðsglósum Norðlendinga vegna snjókomunnar fullum hálsi – „Þetta er ekkert grín þó sumum finnist það“

Reykvíkingar svara háðsglósum Norðlendinga vegna snjókomunnar fullum hálsi – „Þetta er ekkert grín þó sumum finnist það“
Fréttir
Í gær

Hildur tilkynnti hundapassara eftir bitárás á Valhúsahæð – „Ég þurfti að fara á læknavaktina og fá stífkrampasprautu“

Hildur tilkynnti hundapassara eftir bitárás á Valhúsahæð – „Ég þurfti að fara á læknavaktina og fá stífkrampasprautu“
Fréttir
Í gær

Gestur Bláa lónsins ósáttur með viðbrögðin við harmleiknum í gær – „Ég hef aldrei nokkurn tímann verið jafn kjaftstopp“

Gestur Bláa lónsins ósáttur með viðbrögðin við harmleiknum í gær – „Ég hef aldrei nokkurn tímann verið jafn kjaftstopp“
Fréttir
Í gær

Björn ómyrkur í máli: Ísland dýrasta ferðamannaland í heimi – Vont gæti versnað verði þetta að veruleika

Björn ómyrkur í máli: Ísland dýrasta ferðamannaland í heimi – Vont gæti versnað verði þetta að veruleika
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir stólpagrín að samningi ríkislögreglustjóra og Intru – „Ég skrifa 4 tíma neyðarútkall á þetta“

Gerir stólpagrín að samningi ríkislögreglustjóra og Intru – „Ég skrifa 4 tíma neyðarútkall á þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varað við snjóflóðahættu á suðvesturhorninu

Varað við snjóflóðahættu á suðvesturhorninu
Hide picture