fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Mikilvæg tilkynning frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu – „Þrátt fyrir aðvaranir hefur borið mikið á því í dag“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. október 2025 12:54

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er fólk á svæðinu eindregið hvatt til að halda sig heima og vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Þeir sem eru þegar farnir að heiman er hvattir til að fara heim sem allra fyrst.

Fram kemur að þetta sé gert vegna áframhaldandi snjókomu á höfuðborgarsvæðinu.

Gul viðvörun vegna veðurs sé í gildi í umdæminu, en hún muni breytast í appelsínugula viðvörun kl. 17, en áfram sé spáð mikilli snjókomu eða slyddu með lélegu skyggni. Fólk sem farið hafi að heiman í morgun sæe beðið um að huga að heimferð sem allra, allra fyrst og mjög gott væri ef fólk sé komið til síns heima fyrir kl. 15) því færðin og veðrið eigi bara eftir að versna eftir því sem líður á daginn.

Áfram megi búast miklum samgöngutruflununum og fólk sæe hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspám. Þetta sé dagurinn og kvöldið til að vera heima og hafa það notalegt, en ekki ana út í umferðina og sitja þar fastur! Fólk sé beðið um að sækja ekki þjónustu í dag sem geti auðveldlega beðið betri tíma, t.d. sundlaugar og bókasöfn, en hvatt sé til að þeim verði lokað. Nauðsynlegri þjónustu verði hins vegar haldið úti, t.d heilbrigðisstofnanna og ýmissi velferðarþjónusta.

Að lokum er það ítrekað, eins og gert hefur verið í fjölda tilkynninga frá embættinu í dag, að ökumenn á vanbúnum ökutækjum eigi alls ekki að vera í umferðinni í þessari miklu vetrarfærð:

„Þrátt fyrir aðvaranir hefur borið mikið á því í dag og hefur það ollið mjög miklum vandræðum. Vanbúin ökutæki verða fjarlægð á kostnað eigenda. Best er samt að allir sem mögulega geta haldi sig heima á meðan veðrið gengur yfir, óháð öllum dekkjabúnaði ökutækja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hjálmar sakfelldur í þriðja sinn fyrir skattsvik en dómari hafnaði kröfu um atvinnurekstrarbann

Hjálmar sakfelldur í þriðja sinn fyrir skattsvik en dómari hafnaði kröfu um atvinnurekstrarbann
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þorvaldur orðinn hundleiður á stöðunni: „Af hverju er ekki hlustað á okkur nema þegar eitthvað hræðilegt gerist“

Þorvaldur orðinn hundleiður á stöðunni: „Af hverju er ekki hlustað á okkur nema þegar eitthvað hræðilegt gerist“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Reykjavík nefnd sem dæmi um borg sem fær mikið hrós þrátt fyrir að lítið sé um að vera þar

Reykjavík nefnd sem dæmi um borg sem fær mikið hrós þrátt fyrir að lítið sé um að vera þar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Foreldrar varaðir við – Reynt að lokka börn upp í bíl á Völlunum

Foreldrar varaðir við – Reynt að lokka börn upp í bíl á Völlunum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Virðist það vera samþykkt að hinu opinbera heilbrigðiskerfi megi einfaldlega blæða út“

„Virðist það vera samþykkt að hinu opinbera heilbrigðiskerfi megi einfaldlega blæða út“
Fréttir
Í gær

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Vildi ekki hafa „ljótt“ smáhýsi rétt við stofugluggann

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Vildi ekki hafa „ljótt“ smáhýsi rétt við stofugluggann
Fréttir
Í gær

Örn gagnrýnir dómstóla fyrir að svipta aldraðan mann fjárræði – „Má leggja að jöfnu við hrægammana sem leggjast á bráð sína“

Örn gagnrýnir dómstóla fyrir að svipta aldraðan mann fjárræði – „Má leggja að jöfnu við hrægammana sem leggjast á bráð sína“