fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Veðurspáin versnað – Fólk hvatt til að fara fyrr heim

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. október 2025 10:46

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil vandræðagangur hefur verið í umferðinni á suðvesturhorni landsins vegna ófærðar. Gul viðvörun hafði verið gefin út fyrir kvöldið í kvöld vegna mikillar snjókomu en hún hefur verið hækkuð upp í appelsínugula viðvörun þar sem nýjustu spár benda til að ofankoman verði enn meiri en áður stefndi í. Er fólk af þessu sökum hvatt til að leggja fyrr af stað heim.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að gefnar hafi verið út appelsínugular veðurviðvaranir vegna mikillar snjókomu og skafrennings á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi síðar í dag.

Gera megi ráð fyrir talsverðum samgöngutruflunum og erfiðri færð, sérstaklega þegar líði á daginn og fram á kvöld.
Gul viðvörun er nú í gildi á öllum umræddum svæðum en appelsínugul viðvörun tekur gildi á Faxaflóa kl. 14, Suðurlandi kl. 16 og höfuðborgarsvæðinu kl. 17. Gilda appelsínugulu viðvaranirnar allar til miðnættis en þá taka aftur við gular viðvaranir sem gilda til klukkan 8 í fyrramálið.
Segir að lokum í tilkynningu Veðurstofunnar að fólk sé hvatt til að fylgjast vel með veðurspám, tryggja öryggi á ferðum og leggja fyrr af stað heim ef ferðast þurfi yfir Hellisheiði eða Reykjanesbraut þar sem snjókoman gæti aukist hratt síðdegis
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“