

Gul viðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa um miðjan dag.
„Líkur á talsverðri ofankomu suðvestantil á landinu síðdegis með versnandi færð. Nokkur óvissa er þó í spám, bæði varðandi úrkomumagn og úrkomutegund. Sjá gular viðvaranir,“ segir í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.
Gul viðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15 í dag og er hún í gildi til klukkan átta í fyrramálið.
Á miðvikudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt 10-18 m/s og snjókoma eða él, en mun hægari og úrkomuminna austanlands. Frost 0 til 6 stig, en mildara og slydda eða rigning með köflum allra syðst.
Á fimmtudag:
Breytileg átt 3-10. Snjókoma með köflum norðvestantil, annars þurrt að mestu. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Á föstudag:
Vaxandi norðaustanátt, 15-23 m/s seinnipartinn og rigning eða slydda með köflum, en talsverð úrkoma austanlands. Hlýnandi, hiti 2 til 7 stig síðdegis.
Á laugardag:
Ákveðin austlæg átt og væta með köflum, en talsverð rigning á Suðausturlandi. Hiti 4 til 10 stig.
Á sunnudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum, en þurrt um landið sunnanvert. Kólnar í veðri.
Á mánudag:
Austlæg átt og víða dálítil rigning eða slydda.