fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Varar við hundapassara á Geirsnefi en aðrir koma hundapassaranum til varnar – „Urðum vitni að virkilega ljótri framkomu við dýrin“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. október 2025 07:00

Frá Geirsnefi. Mynd: Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundapassarar eru vaxandi þjónustugrein enda er þurfa hundar mikla hreyfingu og margir hundaeigendur geta ekki uppfyllt þá þörf svo vel sé vegna t.d. vinnu.

Ungur maður hefur getið sér gott orð fyrir hundapössun en hann fer oft með hunda til viðrunar á hundasvæðinu á Geirsnefi í Reykjavík. Maður einn ber honum hins vegar illa söguna í Facebook-hópnum Hundaspjallið og skrifar eftirfarandi færslu:

„Þetta er strákur sem er oft með marga hunda í göngu á Geirsnefi. Get ekki myndbirt vegna persónuverndar en get gefið nánari upplýsingar í skilaboðum.

Við vorum tvö sem urðum vitni að virkilega ljótri framkomu við dýrin þegar hann var bókstaflega að TROÐA fullt af stórum hundum inn í alltof litinn bíl alveg heavy pirraður og hrópandi og hundarnir augljóslega skelkaðir við hann. Hann öskraði á þá, sem gerði hundana ennþá meira tens og endaði á að rífa í tvo hunda svo þeir vældu undan honum.

Þegar ég sagði honum að þetta væri alls ekki í lagi og að hann ráði augljóslega ekki við svona marga hunda og þurfi að ráða aðstoðarmann eða eitthvað – þá sagði hann mér að fokka mér 

Ég myndi aldrei setja hundana mína í hans umsjá“

Hvetur hann til að birta myndefnið

Hundapassarinn sem þarna er tekinn fyrir stígur hins vegar sjálfur fram í spjallinu og hvetur málshefjanda til að birta myndefnið af sér. Hann segist aldrei vera vondur við hundana sem hann er með í pössun. Hann segir hins vegar að óþægilegar aðstæður hafi skapast þar sem hann þurfti að taka á öllu sínu til að smala hundunum saman:

„Í dag lentum við í leiðinlegu atviki þegar óþægilegur maður með mörg andlitstattú hafði afskipti af mér og fór að taka mig upp á myndband. Við vorum að klára túrinn okkar og mér tókst erfiðlega að smala öllum inn í bíl. Við höfðum hitt tík á lóðarí rétt áður og 6 af mínum 7 voru rakkar þannig skiljanlega var það krefjandi verkefni. Ég hvet viðkomandi að deila myndefninu því ég hef ekkert að fela.“

Hann segir einn hundinn hafa vælt þegar hann tók í hnakkadrambið á honum en sá hundur sé mjög dramatískur. Hann segir ennfremur:

„Ég hef unnið með hundum í 10 ár og ég er viss um að eigendur þessara hunda sem ég er sakaður um að beita ofbeldi myndu gefa mér bestu meðmæli enda sjá þeir hversu mikið hundarnir þeirra elska mig. Ég vil bæta því við að það fer mjög vel um hópinn í station bílnum mínum.“

Hundapassaranum komið til varnar

Margir hundaeigendur bera umræddum hundapassara vel söguna. Sumir segjast hafa séð til hans með hunda á Geirsnefi og líkað vel hvernig hann sinnir dýrunum. Aðrir sem hafa átt í viðskiptum við hann segjast engum treysta betur fyrir hundunum þeirra. Spretta af þessu nokkuð miklar umræður þar sem málshefjandi segir gott fólk líka geta sýnt af sér slæma hegðun og það sem hann hafi séð þarna hafi verið ljótt.

Einn segir: „Hef bara heyrt og séð mjög góða hluti af honum. Held þetta sé núna bara eitt dæmi sem þið urðuð þvi miður vitni að. Allir geta átt slæman dag. Ekki fallegt heldur fara með á netið og brennimerkja manninn fyrir hafa séð þetta eina atvik.“

Nokkuð er sótt að málshefjanda sem búinn er að loka fyrir frekari ummæli undir færslunni. Honum er bent á að kannski hafi hann ekki lesið rétt í aðstæður enda erfitt að hafa hemil á hundum þegar lóðatíkur eru á svæðinu. Sumir taka þó undir gagnrýni hans á hundapassarann. Ekki þó þessi kona sem segir að þetta séu nornaveiðar og ömurlegt sé að níða af fólki skóinn eins og hér sé gert.

„Þú sást eitt atvik og last kannski ekki rétt í það og hagar þér eins og þú vitir allt. Og færð fólk í lið með þér gegn þessum manni og draga nafn hans og vinnu í svaðið,“ segir konan ennfremur, en umræður þarna eru afar líflegar eins og gjarnan í Hundasamfélaginu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Reykjavík nefnd sem dæmi um borg sem fær mikið hrós þrátt fyrir að lítið sé um að vera þar

Reykjavík nefnd sem dæmi um borg sem fær mikið hrós þrátt fyrir að lítið sé um að vera þar
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Foreldrar varaðir við – Reynt að lokka börn upp í bíl á Völlunum

Foreldrar varaðir við – Reynt að lokka börn upp í bíl á Völlunum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Virðist það vera samþykkt að hinu opinbera heilbrigðiskerfi megi einfaldlega blæða út“

„Virðist það vera samþykkt að hinu opinbera heilbrigðiskerfi megi einfaldlega blæða út“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ingunn Margrét tekur við sem framkvæmdastjóri Sólar ehf.

Ingunn Margrét tekur við sem framkvæmdastjóri Sólar ehf.
Fréttir
Í gær

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Kári gerir upp covid tímann – „Ég er býsna ánægður með heildarútkomuna“

Kári gerir upp covid tímann – „Ég er býsna ánægður með heildarútkomuna“
Fréttir
Í gær

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?