fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Lögðu af stað í skínandi veðri á laugardag – Annað blasti við í gærmorgun

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. október 2025 07:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitin á Hellu voru boðaðar út í gærmorgun vegna mæðgna á húsbíl sem urðu innlyksa í Landmannalaugum vegna færðar.

Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að mæðgurnar hafi lagt leið sína inn í Landmannalaugar á laugardag í skínandi veðri og alauðu, en þegar þær vöknuðu í gærmorgun hafði umhverfið breyst talsvert, allt á kafi í snjó og ómögulegt að komast burt.

Björgunarsveitirnar fóru inn í Landmannalaugar á tveimur bílum til að aðstoða ferðamennina til byggða. Um tíma leit út fyrir að skilja þyrfti húsbílinn eftir, en svo reyndist unnt að draga hann niður að Sigölduvirkjun, þar sem færðin var orðin skapleg.

Á Frostastaðahálsi keyrðu svo björgunarsveitir fram á annan ferðalang á jeppa sem hafði fest sig í snjó og var hann einnig aðstoðaður.

Þegar komið var til baka niður í Hrauneyjar, mættu björgunarsveitir nokkrum öðrum ferðalöngum á jepplingi sem ætluðu inn í Landmannalaugar, en var gert ljóst að þangað kæmust þau ekki á þeim bíl og sneru því við.

Ferðalangurinn á húsbílum gat svo haldið för sinni áfram þaðan.

Meðfylgjandi er ljósmynd þegar björgunarsveitarfólk dregur upp bílinn í Landmannalaugum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins II: Morð í Súlunesi, ráðgáta á Edition, stoltur sakborningur og blóðug slagsmál á Litla-Hrauni

Sakamál ársins II: Morð í Súlunesi, ráðgáta á Edition, stoltur sakborningur og blóðug slagsmál á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Það er ekki hægt að losna alfarið við pappírs- og plasttunnurnar

Það er ekki hægt að losna alfarið við pappírs- og plasttunnurnar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 6 dögum
Maðurinn er fundinn