Danski miðjumaðurinn Marcel Römer er á leiðinni aftur heim eftir að hafa varið tímabilinu með KA á Akureyri.
Samkvæmt danska miðlinum Bold hefur Römer komist að samkomulagi við HB Köge um að ganga í raðir félagins. Gert er ráð fyrir að það verði gengið frá því í næstu viku þegar tímabilinu á Íslandi lýkur.
Römer gekk til liðs við KA í apríl og gerði vel. KA vildi halda leikmanninum eftir því sem kemur fram í Bold en hann vildi halda heim.
Þess má geta að Römer hóf feril sinn með Köge og lék þar yfir hundrað leiki á sínum tíma.
Á ferlinum hefur hann einnig spilað fyrir Viborg og Sönderjyske.