fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. október 2025 17:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur og Sigurður Egill Lárusson hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu, sem lesa má hér að neðan.

Sigurður sagði frá því á dögunum að hann væri svekktur með vinnubrögð stjórnarmanna hjá Val vegna þess hvernig var staðið að því að tilkynna honum að honum yrði ekki boðinn nýr samningur. Fékk hann að vita af þessu með skilaboðum á Messanger-forritinu.

Valur svaraði gagnrýni Sigurðar, sem er leikjahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi, með yfirlýsingu.

„Þegar stjórn félagsins tekur ákvarðanir er það með hagsmuni félagsins til framtíðar. Það er ekki fjárhagslega ábyrgt af okkar hálfu að greiða í framtíðinni fyrir afrek fortíðar. Stjórn knattspyrnudeildar Vals þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu,“ sagði til að mynda í henni.

Sigurður svaraði þessu. „Ég verð einnig að fá að hnýta í eftirfarandi setningu sem mér finnst bæði ómakleg og lágkúruleg: “Það er ekki fjárhagslega ábyrgt af okkar hálfu að greiða í framtíðinni fyrir afrek fortíðar.“ Þetta mál snýst ekki um peninga eða fortíð, heldur um samskipti og virðingu. Ég hefði kosið að klára þennan kafla innan dyra félagsins á jákvæðan og heiðarlegan hátt en ekki með skilaboðum á messenger og yfirlýsingu í fjölmiðlum,“ sagði hann meðal annars.

Nú hafa báðir aðilar náð sáttum og Sigurður samþykkti afsökunarbeiðni Vals, eins og fram kemur í yfirlýsingunni.

Yfirlýsingin
Sigurður Egill Lárusson er leikjahæsti leikmaður Vals í efstu deild og er því fyrir löngu kominn í sögubækur félagsins. Viðskilnaður hans við félagið hefur verið til umræðu í fjölmiðlum síðustu daga þar sem Sigurður hefur lýst yfir óánægju sinni með vinnubrögð Björns Steinars Jónssonar, formanns knattspyrnudeildar Vals.

Hefur Sigurður tjáð sig opinberlega hvernig honum var tilkynnt sú ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar að bjóða honum ekki nýjan samning með skilaboðum í gegnum messenger. Ljóst er að samskiptin voru ekki með þeim hætti sem Knattspyrnufélagið Valur vill eiga við sína leikmenn og samræmast í engu gildum félagsins.

Björn Steinar átti fund með Sigurði Agli fyrr í dag þar sem farið var yfir þessi samskipti og var Sigurður formlega beðinn afsökunar á þeim. Sigurður tók þeirri afsökunarbeiðni.

Knattspyrnufélagið Valur mun sýna Sigurði þá virðingu sem honum ber í ljósi afreksferils hans hjá félaginu. Þessu máli er lokið af hálfu beggja aðila.

Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals
Sigurður Egill Lárusson, leikjahæsti leikmaður Vals í efstu deild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Logi fær íslenska dómara

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Blóðheiti Grikkinn stóð í göngunum og rak Ange beint eftir leik

Blóðheiti Grikkinn stóð í göngunum og rak Ange beint eftir leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lammens hrósar Amorim fyrir þetta – „Þú finnur að hann tekur alla pressuna á sig“

Lammens hrósar Amorim fyrir þetta – „Þú finnur að hann tekur alla pressuna á sig“