Alvarlegt umferðarslys varð nú á sjöunda tímanum í morgun, á Suðurlandsvegi, skammt vestan Lómagnúps, þar sem bifreið með tveimur aðilum hafnaði utan vegar.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að lögregla, sjúkraflutningar, þyrla Landhelgisgæslu, slökkvilið og björgunarsveit voru boðuð á vettvang, ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Ökumaður og farþegi voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslu til Reykjavíkur. Vísir greindi frá í morgun að þeir hefðu verið erlendir.
Ekki er hægt að segja til um ástand hinna slösuðu en slysið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.