Matthijs de Ligt, varnarmaður Manchester United, segir að liðið hafi meðvitað reynt að nýta sér veikleika Liverpool í 2-1 sigrinum á Anfield í gær.
Harry Maguire skoraði sigurmarkið á 84. mínútu og tryggði United annan deildarsigurinn í röð undir stjórn Ruben Amorim. Bryan Mbeumo kom gestunum yfir strax á annarri mínútu áður en Cody Gakpo jafnaði metin fyrir heimamenn. Harry Maguire gerði svo sigurmarkið.
„Við vissum að Liverpool hefðu veikleika og það eru bakverðirnir þeirra. Við vorum mjög einbeittir í dag. Þetta var leikur þar sem þú verður að vera alveg 100 prósent með hugann við efnið,“ sagði De Ligt eftir leik.
Liverpool stillti upp með Conor Bradley og Milos Kerkez í bakvörðunum, en Jeremie Frimpong og Andy Robertson sátu á bekknum. Frimpong kom þó inn á í lokin en í sóknina í stað Salah.
United er nú í 9. sæti með aðeins tveimur stigum minna en Liverpool, sem situr í þriðja sæti.