fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 19. október 2025 21:37

Skjáskot: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Árni Gautur Arason greindist með Huntington sjúkdóminn, arfgengan sjúkdóm sem hefur áhrif á taugakerfi líkamans, nokkrum árum eftir að ferli hans lauk. Hann opnar sig um þetta í einlægu samtali við RÚV í kvöld.

„Þetta er taugahrörnunarsjúkdómur sem ég greindist með fyrir svona tíu árum. Þetta er hæggerandi, það getur tekið mörg ár þangað til fólk fer að finna fyrir þessu,“ segir Árni Gautur.

„Eftir að ég kláraði ferilinn fékk ég að vita af þessu. Þetta var ekkert á meðan ég var að spila. Enda hefði það kannski ekkert verið það skemmtilegasta.“

Árni Gautur átti glæsilegan feril í Noregi og varð til að mynda Noregs meistari fimm sinnum á jafnmörgum árum með Rosenborg. Hann lék einnig með Manchester City, auk þess að spila 71 A-landsleik fyrir Íslands hönd, síðasti leikurinn 2010. Í viðtalinu segist Árni Gautur enn fylgjast vel með landsliðinu og er duglegur að mæta á leiki.

Árni Gautur hefur starfað sem lögfræðingur í Noregi síðan hanskarnir fóru á hilluna. „Þetta er náttúrulega krefjandi sjúkdómur. Maður reynir að gera sitt besta úr þessu. Ég reyni að horfa björtum augum á þetta. Ég reyni að vera duglegur að labba, fara í ræktina og hreyfa mig. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að æfa eða gera eitthvað. Það hjálpar mikið,“ segir hann.

„Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu. Bara léttir,“ segir Árni Gautur enn fremur, en viðtalið við RÚV í heild er hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar