fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
EyjanFastir pennar

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“

Eyjan
Föstudaginn 10. október 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var í kringum 2008 þegar kreðsan í kringum mig byrjaði fyrst að nota hugtakið fuckboy. Orðið er þó nokkuð eldra í poppkúltúr. Samkvæmt slangurorðabókinni á internetinu náði orðið sérstöku flugi eftir að bandaríski rapparinn Cam’ron orti rímur um Fuckboys í laginu Boy Boy sem kom út árið 2002. En hér er verið að tala um hegðun sem einkennist af virðingarleysi í kynferðislegum samskiptum. Stráka sem nálgast með stór loforð en skilja eftir sig litlar efndir. Mölvandi hjörtu í þaulþjálfaðri taktík með skilaboðum á öllum tímum sólarhrings. Þetta var vinsælt, jafnvel töff slangur, á Íslandi í kringum 2008.

Síðan eru liðin sautján ár. Þegar þessi orð eru skrifuð er undirrituð stödd í námsbúðum með rúmlega tvítugum laganemum sem virðast því miður glíma við svipuð vandamál og jafnöldrur mínar gerðu í hruninu. Fuckboys virðast enn ráða ríkjum og dáleiða fylgjendur til sín með gömlum og ólseigum lummum. Ég ákvað því fyrir sakir örlætis, aldurs og visku að taka saman nokkur góð ráð fyrir þá lesendur sem eru plagaðir af skilaboðum frá Fuckboys.

  1. Fyrsta atriðið er líka það mikilvægasta. Ef sendandi hefur bara samband eftir miðnætti, þá er hann bara að reyna að sofa hjá þér.
  2. Ef sendandi hefur samband með skömmum fyrirvara og vill hitta þig sama kvöld, þá vísast á seinni málslið fyrsta töluliðar.
  3. Ef sendandi hefur allt í einu samband þegar þú ert í nýju sambandi, þá er viðkomandi bara pirraður yfir því að einhver annar sé að „leika sér með gamla dótið hans,“ og er bara að reyna að sofa hjá þér. Hér skal athugað að þú ert manneskja og ekki dót.
  4. Ef sendandi hefur samband og segist virða nýja sambandið þitt, þá virðir viðkomandi ekki nýja sambandið þitt. Viðkomandi myndi ekki hafa samband ef viðkomandi bæri virðingu fyrir nýja sambandinu þínu. Aftur vísast til seinni málsliðar fyrsta töluliðar.
  5. Ef sendandi hefur samband af því að hann sá mynd af þér og mundi allt í einu eftir því hvað þið voruð góð saman, þá snýst þetta um egó viðkomandi en ekki þína velferð – og viðkomandi er bara að reyna að sofa hjá þér.
  6. Ef sendandi hefur samband af því að hann heyrði lag sem minnti hann á þig, og hvað þið voruð góð saman, þá snýst þetta um egó viðkomandi en ekki þína velferð – og viðkomandi er bara að reyna að sofa hjá þér. Ekki láta þetta glataða samband eyðileggja fyrir þér fleiri góð lög.
  7. Ef sendandi hefur samband til að segja þér að þú hafir gleymt peysu eða eyrnalokk, þá er viðkomandi að reyna að sofa hjá þér. Þú skalt samt sækja dótið þitt, taktu vinkonu eða vin þinn með í þá sendiferð.
  8. Ef viðkomandi fer að kommenta á myndir af þér og þú vilt að viðkomandi hætti því, láttu a) nýja kærastann eða b) mömmu þína eða pabba læka kommentin.
  9. Ef viðkomandi sendir þér typpamynd skaltu gúggla mynd af lekanda og senda til baka. Hér vísast seinni málsliðar fyrsta töluliðar.
  10. Kæri lesandi, hvað sem þú gerir: Mundu bara að nota smokkinn, símanúmerið hjá Húð og kyn er 543 6050 (þó að mögulega þurfi að bóka í gegnum eitthvað Landspítalaapp, ég er ekki lengur viss eftir alla stafrænu þjónustubyltinguna) og meðalverð á sálfræðitíma er farið yfir 20.000 krónur. Að deita myndarlega en illa innrætta rasshausa er ekki síst fjárhagsleg skuldbinding. Gangi þér vel.
Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Verðfall í búð reynslunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Verðfall í búð reynslunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Dans og leikur í Marbella – kennitöluflakk til Möltu?

Svarthöfði skrifar: Dans og leikur í Marbella – kennitöluflakk til Möltu?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra lykkjumálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra lykkjumálið
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Hvað gerði þessi kona með Drake?

Nína Richter skrifar: Hvað gerði þessi kona með Drake?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að geta bara gert eitt í einu

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að geta bara gert eitt í einu
EyjanFastir pennar
12.09.2025

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
11.09.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri