fbpx
Föstudagur 03.október 2025
Pressan

Eina konan á dauðadeild í Tennessee verður líflátin á næsta ári

Pressan
Föstudaginn 3. október 2025 07:00

Christa Pike.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Tennessee í Bandaríkjunum hefur tilkynnt Christu Pike, einu konunni á dauðadeild í ríkinu, hvenær hún verður tekin af lífi. Hún mun að óbreyttu draga sinn síðasta andardrátt þann 30. september 2026.

Christa var aðeins átján ára gömul þegar hún var dæmd til dauða fyrir morð á skólasystur sinni, Colleen Slemmer, sem var einu ári eldri en hún.

Annar maður, hinn sautján ára Tadaryl Shipp, var einnig dæmdur fyrir morðið á Colleen en hann fékk öllu vægari dóm, eða lífstíðarfangelsi með möguleika á reynslulausn. Christa og Shipp voru kærustupar og taldi Christa að Slemmer væri að reyna að stela honum af henni.

Morðið var sérlega hrottafengið en Christa og Shipp beittu Slemmer pyntingum í meira en eina klukkustund. Beittu þau meðal annars hnífi en banamein Slemmer var þungt höfuðhögg eftir að Christa barði hana með grjóti. Þegar hún yfirgaf vettvang morðsins tók hún brot úr höfuðkúpu fórnarlambsins með sér.

Christa komst einnig í kast við lögin innan veggja fangelsisins því árið 2004 fékk hún 25 ára dóm fyrir morðtilraun eftir að hafa reynt að kyrkja samfanga sinn með skóreim.

Lögmenn hennar reyndu á sínum tíma að fá kviðdómendur til að sýna henni miskunn í ljósi þess að hún var aðeins 18 ára þegar morðið var framið. Þá bentu þeir á að hún hefði glímt við geðræn veikindi og orðið fyrir kynferðislegri misnotkun í æsku.

Verjendur hennar hafa sótt það stíft að fá dómi hennar breytt í lífstíðarfangelsi, og eftir að væntanlegur dánardagur hennar var tilkynntur sendu þeir frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að Christa væri á allt öðrum og betri stað í dag.

Hún hefði greinst með geðhvarfasýki nokkrum árum eftir að hún var handtekin og fengið viðeigandi meðferð við veikindunum. Hún sjái í dag mikið eftir gjörðum sínum og sé fyrirmyndarfangi að öllu leyti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta vitum við um manninn sem framdi voðaverkið í Michigan í gær

Þetta vitum við um manninn sem framdi voðaverkið í Michigan í gær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Starfskona á barnaheimili dæmd fyrir ofbeldi gegn 21 barni – „Aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn“

Starfskona á barnaheimili dæmd fyrir ofbeldi gegn 21 barni – „Aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rotnandi líkið í Teslunni – Segir galið að söngvarinn hafi ekki verið handtekinn og ákærður fyrir barnaníð

Rotnandi líkið í Teslunni – Segir galið að söngvarinn hafi ekki verið handtekinn og ákærður fyrir barnaníð
Pressan
Fyrir 1 viku

Slæmar fréttir fyrir Trump og baráttu hans fyrir friðarverðlaunum Nóbels – „Við kunnum ekki að meta það“

Slæmar fréttir fyrir Trump og baráttu hans fyrir friðarverðlaunum Nóbels – „Við kunnum ekki að meta það“
Pressan
Fyrir 1 viku

Systur sem lögðu minningarstað um Charlie Kirk í rúst leita til almennings um hjálp við að borga reikninginn

Systur sem lögðu minningarstað um Charlie Kirk í rúst leita til almennings um hjálp við að borga reikninginn